Vegna varaformannskjörs KÍ Hjördís Gestsdóttir skrifar 12. desember 2021 17:01 Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli! Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna menntakerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhaldsskólanna, Menntamálastofnunar, Vinnumálastofnunar o.fl. Á þeim tæplega 22 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kennari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdómsrík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekking mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fagstétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum landsins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýrmætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim og skapa þeim gott og öruggt starfsumhverfi. Ánægja starfsmanna skilar sér til betri starfsanda og vinnubragða sem skila sér beint til nemenda og hefur áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda verður meiri. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skiptir hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum markmiðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt að hafa hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt samstarfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem gott hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ættum að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann félagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamiðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sameiningu. Ég tel mig hafa það sem þarf til fyrir embætti varaformanns KÍ þar sem ég mun leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns hennar. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Á bloggsíðunni minni styrkjumstodirnar.com má lesa mína pistla til að glöggva sig betur á því sem ég hef fram að færa. Með von um þinn stuðning í varaformannssæti Kennarasambands Íslands! Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli! Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna menntakerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhaldsskólanna, Menntamálastofnunar, Vinnumálastofnunar o.fl. Á þeim tæplega 22 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kennari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdómsrík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekking mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fagstétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum landsins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýrmætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim og skapa þeim gott og öruggt starfsumhverfi. Ánægja starfsmanna skilar sér til betri starfsanda og vinnubragða sem skila sér beint til nemenda og hefur áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda verður meiri. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skiptir hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum markmiðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt að hafa hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt samstarfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem gott hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ættum að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann félagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamiðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sameiningu. Ég tel mig hafa það sem þarf til fyrir embætti varaformanns KÍ þar sem ég mun leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns hennar. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Á bloggsíðunni minni styrkjumstodirnar.com má lesa mína pistla til að glöggva sig betur á því sem ég hef fram að færa. Með von um þinn stuðning í varaformannssæti Kennarasambands Íslands! Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun