Vegna varaformannskjörs KÍ Hjördís Gestsdóttir skrifar 12. desember 2021 17:01 Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli! Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna menntakerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhaldsskólanna, Menntamálastofnunar, Vinnumálastofnunar o.fl. Á þeim tæplega 22 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kennari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdómsrík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekking mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fagstétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum landsins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýrmætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim og skapa þeim gott og öruggt starfsumhverfi. Ánægja starfsmanna skilar sér til betri starfsanda og vinnubragða sem skila sér beint til nemenda og hefur áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda verður meiri. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skiptir hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum markmiðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt að hafa hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt samstarfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem gott hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ættum að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann félagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamiðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sameiningu. Ég tel mig hafa það sem þarf til fyrir embætti varaformanns KÍ þar sem ég mun leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns hennar. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Á bloggsíðunni minni styrkjumstodirnar.com má lesa mína pistla til að glöggva sig betur á því sem ég hef fram að færa. Með von um þinn stuðning í varaformannssæti Kennarasambands Íslands! Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Varaformannskosningar Kennarasambands Íslands eru í fullum gangi og aðeins tæplega sólahringur eftir af kosningatímanum. Félagsmenn hafa til kl. 14:00 á morgun, mánudaginn 13. desember til að nýta sinn kosningarétt. Öll atkvæði skipta máli! Frá aldamótum síðustu hef ég starfað á vettvangi leikskóla, grunnskóla og við virkniúrræði ungmenna á aldrinum 16 – 24 ára sem ekki hafa fundið sig í hinu almenna og hefðbundna menntakerfi framhaldsskólans. Ég hef átt í góðu samstarfi við stjórnendur og aðra fagaðila meðal annars innan framhaldsskólanna, Menntamálastofnunar, Vinnumálastofnunar o.fl. Á þeim tæplega 22 árum sem ég hef starfað á vettvangi kennslu, fyrst sem leiðbeinandi, svo sem kennari, stjórnandi og náms- og starfsráðgjafi hafa verkefnin verið afar fjölbreytt og lærdómsrík. Segja má að þau hafi mótað mig og hugsjónir mínar að miklu leyti en á sama tíma hefur þekking mín, hæfni og reynsla aukist. Ég er afar stolt af minni fagstétt og tel hana gera kraftaverk á hverjum degi. Í skólum landsins, á öllum skólastigum, fer fram mikilvægt starf þar sem mannauður er mikill og dýrmætur. Það er því nauðsynlegt að hlúa að þeim og skapa þeim gott og öruggt starfsumhverfi. Ánægja starfsmanna skilar sér til betri starfsanda og vinnubragða sem skila sér beint til nemenda og hefur áhrif á gæði kennslunnar og árangur nemenda verður meiri. Samstarf aðila innan skólans sem utan er einn þeirra þátta sem skiptir hvað mestu máli. Við þurfum og eigum að hlusta á raddir kennaranna, vinna saman að settum markmiðum, skapa sameiginlega sýn og ávallt að hafa hagsmuni nemendanna að leiðarljósi. Ég hef alla tíð talað fyrir þessum hugsjónum mínum við mitt samstarfsfólk. Lengi má gott bæta! Við eigum það því miður of mikið til að ræða meira um það sem miður hefur farið en það sem gott hefur verið gert. Það er mín skoðun að við ættum að láta það heyrast betur þegar vel gengur. Við ættum að huga betur að gæðum starfsins með fjölbreyttari leiðum en nú þegar er gert, bæði hvað varðar kennsluhætti, stjórnun og samstarf með árangur nemenda okkar í huga. Varaformaður KÍ starfar í nánu samstarfi við formann félagsins þar sem þeir leiða saman hesta sína í öflugu samstarfi við aðildarfélögin átta. Ég tel að með faglegum og sveigjanlegum stjórnunarháttum, heiðarlegu og opnu samtali ásamt lausnamiðuðum nálgunum og valdeflingu kennara náum við árangri í sameiningu. Ég tel mig hafa það sem þarf til fyrir embætti varaformanns KÍ þar sem ég mun leiða þessa öflugu fylkingu við hlið nýkjörins formanns hennar. Ef ég verð fyrir valinu og mér treyst fyrir þessu stóra og mikilvæga verkefni mun ég leggja mitt af mörkum við að vinna ötullega að hagsmunum félagsmanna aðildarfélaganna allra í góðu og öflugu samstarfi. Á bloggsíðunni minni styrkjumstodirnar.com má lesa mína pistla til að glöggva sig betur á því sem ég hef fram að færa. Með von um þinn stuðning í varaformannssæti Kennarasambands Íslands! Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar