Ungir drengir í áfalli eftir árás á Álftanesi Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 15:01 Móður annars drengjanna finnst ótrúlegt að svona árás gerist á Álftanesi. Vísir/Vilhelm Ráðist var á tvo 16 ára drengi á Álftanesi í gærkvöldi. Móðir annars drengsins segir þá í hrikalegu áfalli. Að sögn móður annars drengjanna átti árásin sér stað um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar drengirnir tveir voru á gangi frá sundlauginni og að heimili annars þeirra. Skyndilega verða þeir varir við þrjá aðila fyrir aftan sig. Nánast um leið og einn mannanna spyr hvað úlpa annars drengjanna kostar er drengurinn sleginn í höfuðið og honum skipað að fara úr úlpunni og tæma vasana. Árásarmennirnir rifu úlpuna af honum og hlupu síðan á brott. Sólrún Gunnarsdóttir, móðir annars drengjanna, finnst ótrúlegt að svona lagað gerist á Álftanesi. Hún segir að þeir séu í andlegu áfalli eftir árásina. „Sonur minn svaf ekki vel í nótt,“ segir hún og bætir við að gatan sem þau búa við, þar sem árásin átti sér stað, sé algjör svefngata. Sólrún segir að strákarnir hafi ekki áttað sig á aldri árásarmannanna sem allir báru lambhúshettur. Hún bætir við að lögreglan hafi komið á staðinn og rætt við strákana en hefur engar frekari fréttir fengið af rannsókn málsins. „Það eru myndavélar hjá skólanum og möguleiki að það sjáist til þeirra þar,“ segir hún en hún bjóst við að ræða frekar við lögregluna eftir helgi. Sólrún sagði að öryggismyndavél væri einnig á Álftanesveginum sem er eina leiðin inn á nesið. Sólrúnu finnst ólíklegt að árásarmennirnir séu búsettir á Álftanesi. „Mér finnst það ólíklegt en maður veit auðvitað aldrei.“ Lögregla gat ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Garðabær Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Að sögn móður annars drengjanna átti árásin sér stað um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar drengirnir tveir voru á gangi frá sundlauginni og að heimili annars þeirra. Skyndilega verða þeir varir við þrjá aðila fyrir aftan sig. Nánast um leið og einn mannanna spyr hvað úlpa annars drengjanna kostar er drengurinn sleginn í höfuðið og honum skipað að fara úr úlpunni og tæma vasana. Árásarmennirnir rifu úlpuna af honum og hlupu síðan á brott. Sólrún Gunnarsdóttir, móðir annars drengjanna, finnst ótrúlegt að svona lagað gerist á Álftanesi. Hún segir að þeir séu í andlegu áfalli eftir árásina. „Sonur minn svaf ekki vel í nótt,“ segir hún og bætir við að gatan sem þau búa við, þar sem árásin átti sér stað, sé algjör svefngata. Sólrún segir að strákarnir hafi ekki áttað sig á aldri árásarmannanna sem allir báru lambhúshettur. Hún bætir við að lögreglan hafi komið á staðinn og rætt við strákana en hefur engar frekari fréttir fengið af rannsókn málsins. „Það eru myndavélar hjá skólanum og möguleiki að það sjáist til þeirra þar,“ segir hún en hún bjóst við að ræða frekar við lögregluna eftir helgi. Sólrún sagði að öryggismyndavél væri einnig á Álftanesveginum sem er eina leiðin inn á nesið. Sólrúnu finnst ólíklegt að árásarmennirnir séu búsettir á Álftanesi. „Mér finnst það ólíklegt en maður veit auðvitað aldrei.“ Lögregla gat ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið.
Garðabær Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira