Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 11:10 Við breytingar í Stjórnarráðinu fjölgar ráðuneytum úr tíu í tólf og ráðherrum fjölgar um einn. Vísir / Vilhelm Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sjá meira
Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30