Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
„Ef að ske kynni að þeir myndu segja að þetta væri ekki á þeirra borði verð ég vitanlega að leita réttar míns annars staðar,“ hefur Fréttablaðið eftir Bergsveini, sem segir að það myndi væntanlega gerast í Noregi, þar sem bók hans Leitin að svarta víkingnum kom fyrst út.
Ásgeir hefur hafnað ásökunum Bergsveins.
Henry Alexander Henrysson heimspekingur, sem á sæti í siðanefnd, staðfestir að nefndinni hafi borist erindi frá Bergsveini en segir að málsmeðferðin geti tekið allt að hálft ár.
Fréttablaðið hefur eftir Vilborgu Davíðsdóttur, varaformanni Rithöfundasambandsins, að mál er varða rit- og hugmyndastuld séu mjög erfið.
„Félagsmenn hafa leitað til okkar og umræðan hefur verið í gangi í stéttinni um það hver á hugmynd og hvað stuldur er. Um höfundarréttarmál í því víða samhengi, og það ætlum við að taka fyrir á málþingi í febrúar,“ segir hún.