Costco ber að greiða ferðir starfsmanna utan áætlunartíma strætó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2021 07:06 Deilur um ferðakostnað starfsmanna hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Costco sé skylt að greiða starfsmönnum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslunina við Kauptún í Garðabæ á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, óháð því hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnu á öðrum tíma. Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér. Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér.
Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira