Maðurinn var handtekinn um helgina og úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu.
RÚV greindi fyrst frá en þar kemur fram að maðurinn hafi mælt sér mót við stúlkuna í gegn um samfélagsmiðla. Hann hafi svo brotið gegn henni þegar þau hittust.
Fréttin var uppfærð eftir að fréttastofa náði tali af Ævari Pálma.