Um er að ræða opinn fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan.
„Í nýlegri jafnréttisúttekt Reykjavíkurborgar á öllum níu hverfisíþróttafélögunum kemur m.a. fram að 66% iðkenda eru karlkyns og 34% iðkenda kvenkyns. Einnig kemur fram að þátttaka innflytjenda endurspeglar ekki fjölda þeirra í borginni. Jafnt aðgengi að íþróttaiðkun þvert á hópa er réttlætis- og lýðheilsumál og mikilvægt að leiðrétta hlut þeirra hópa sem hallar á,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Dagskrá
09.00 Setning - Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
09.05 Jafnréttisúttekt hverfisíþróttafélaga - Sigríður Finnbogadóttir verkefnastjóri í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu
09.15 Jafnréttisúttekt á Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR) - Ísleifur Gissurarson, íþróttastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur
09.25 Hinsegin fólk og íþróttir - Svandís Anna Sigurðardóttir sérfræðingur í hinsegin- og jafnréttismálum Reykjavíkurborgar, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar
09.35 Aðgengi fólks af erlendum uppruna að íþróttum í Breiðholti - Jasmina Vajzovic Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna í Breiðholti
09.45 Skýrsla um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar - Tillögur starfshóps varðandi vinnulag, viðhorf og menningu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands
09.55 Umræður og fyrirspurnir