Vilja láta rannsaka möguleg tengsl krabbameina og mengunar á Suðurnesjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2021 10:08 Þingmennirnir vilja láta yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera um mengun á svæðinu. Sjö þingmenn Suðurkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að gera saming við Krabbameinsfélag Íslands um rannsókn á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“ Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Þeir vilja einnig láta kanna tíðni þekktra áhættuþátta krabbameina eftir búsetu og yfirfara skýrslur sem Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. hefur látið gera varðandi mengun á svæðinu. Tekin verið saman heildstæð skýrsla yfir þær gerðir krabbameina sem eru algengari á Suðurnesjum og algengi áhættuþátta sem tengjast þeim meinum. Þá verði styrkur mengandi efna í grunnvatni og jarðvegi borinn saman við lista yfir alþjóðlega viðurkennda krabbameinsvalda . Ráðherra er gert að skila skýrslu með niðurstöðum fyrir 1. júní 2022. Um er að ræða þverpólitíska tillögu en þingmennirnir tilheyra fjórum flokkum. Þeir eru Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokknum, Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingunni, Guðbrandur Einarsson hjá Viðreisn og Jóhann Friðrik Friðriksson í Framsóknarflokknum. Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars að nýgengi krabbameina, samkvæmt tölum fyrir árin 2009 til 2018, sé hvergi hærra en á Suðurnesjum. Meðal karla er það 595 fyrir hverja 100.000 íbúa en meðal kvenna 483. Á höfuðborgarsvæðinu er það 539 og 478. „Samtals greindust rúmlega 1000 krabbameinstilvik á Suðurnesjum yfir þetta 10 ára tímabil. Dreifing krabbameinanna var svipuð og á landsvísu, þ.e. hæst nýgengi krabbameina var í brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla, þar á eftir í lungum og ristli hjá báðum kynjum. Þá var áberandi hátt nýgengi krabbameina í lungum og leghálsi en ekki liggja fyrir rannsóknir á fleiri tegundum krabbameina,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt lýðheilsuvísum landlæknisembættisins sé tíðni reykinga í Reykjanesbæ há miðað við aðra staði og mæting í leit að leghálskrabbameini minni en KÍ telji ekki hægt að útiloka að aðrar orsakir skýri einhvern hluta af hækkuðu nýgengi. Flutningsmenn segjast telja nauðsynlegt að leggja þingsályktunartillöguna þannig fram að málið verði rannsakað ítarlega. „Ef marktækur munur er á tíðni krabbameins á Suðurnesjum annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar er mikilvægt að fá fram um hvaða mein sé að ræða og hugsanlega orsakaþætti. Suðurnesin ættu undir eðlilegum kringumstæðum að hafa heldur lægri krabbameinstíðni en höfuðborgarsvæðið.“
Alþingi Suðurnesjabær Heilbrigðismál Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira