Hitaði upp fyrir HM með þremur Norðurlandametum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 12:01 Eygló Fanndal Sturludóttir er á leið á heimsmeistaramótið í Úsbekistan. Instagram/@eyglo_fanndal Læknaneminn Eygló Fanndal Sturludóttir heldur áfram að bæta við góðan árangur sinn í ólympískum lyftingum á þessu ári og er hluti af hinni stórskemmtilegu kynslóð af íslenskum lyftingakonum sem eru að koma upp. Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga. Lyftingar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Eygló, sem keppir fyrir Lyftingafélag Reykjavíkur, setti hvorki meira né minna en þrjú Norðurlandamet á Jólamóti 2021. Eygló lyfti mest 88 kílóum í snörum og 107 kílóum í jafnhendingu. Það þýddi um leið að samanlagt fóru 195 kíló upp hjá henni. Allar sex lyftur hennar voru líka gildar en upp fóru 82, 85 og 88 kíló í snörun og 103, 105 og 107 kíló í jafnhendingunni. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Þetta var síðasti möguleikinn fyrir hana að keppa í undir tuttugu ára flokknum hér á landi og hún setti metin í -76 kílóa flokki. Eygló keppti á sínu fyrsta móti árið 2018 og var þá með 54 kíló í snörun og 70 kíló í jafnhendingu. Hún hefur því bætt sig rosalega á þessum þremur árum. Eygló sagði frá árangri sínum á Jólamótinu á Instagram síðu sinni og þar kom fram að þetta hafi verið „ótrúlega skemmtilegt mót og geggjuð stemning“ eins og hún komst sjálf að orði. Hún var í raun að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í Úsbekistan sem fer fram 13. desember næstkomandi í hennar flokki. Eygló er komin út eftir langt ferðalag. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Eygló Fanndal var Íslandsmeistari unglinga fyrir sex vikum þegar hún vann sinn þyngdarflokk og varð stigahæsta stúlkan á mótinu. Á Norðurlandamótið endaði hún í þriðja sæti þar sem hún var aðeins frá sínu besta en sýndi í staðinn hvað hún getur á mótinu um helgina. Það er þó aldrei hægt að kvarta mikið fyrir medalíu á Norðurlandamóti. Eygló vann líka kvennakeppnina á Smáþjóðaleikunum í San Marinó og hafði tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið með góðum árangri á Evrópumeistaramóti unglinga.
Lyftingar Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira