Var í miðri myndatöku þegar hún frétti af hetjudáðum kærastans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:30 Christen Harper, kærasta Jared Goff, var svo innilega ánægð fyrir hönd síns manns eftir fyrsta sigurinn og fólkið á Sports Illustrated tók viðbrögð hennar upp. Skjámynd/Sports Illustrated Jared Goff og félagar í Detriot Lions unnu langþráðan sigur í NFL-deildinni um helgina en þeir voru eina liðið sem áttu eftir að vinna leik. Lokasóknin fjallaði um sigurinn og sýndi einnig viðbrögðin hjá kærustunni sem komust líka í fréttirnar. Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Detriot liðinu sem hefur margoft klúðrað góðri stöðu og misst frá sér unna leiki. Að þessu sinni tókst þeim loksins að klára dæmið. Lokasóknin var hrifin af lokasókninni sem skilaði Lions liðinu sigrinum. Þeir sýndu hana sem og viðtal við hann eftir leikinn. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Henry Birgir Gunnarsson og Andri Ólafsson fara yfir NFL-leiki helgarinnar á Stöð 2 Sport 2 á hverjum þriðjudegi. „Takið eftir því í viðtalinu að ég held að hann sé smá klökkur á tímabili,“ sagði Andri Ólafsson en það má sjá tilþrifin hans og viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Hetjudáðir Goff og viðbrögð kærustunnar Eins og sjá má hér fyrir ofan þá sýndi lokasóknin ekki aðeins viðtalið við Goff heldur einnig viðbrögðin hjá kærustu hans sem gat ekki mætt á leikinn af því að hún var í vinnunni. Christen Harper, kærasta Goff, var heldur betur sátt með sinn mann þegar hún frétti af hetjudáðum hans. Goff tryggði auðvitað Lions liðinu langþráðan sigur með því að gefa snertimarkssendingu á síðustu sekúndum leiksins. Viðbrögð Harper náðust á mynd því hún var þá í miðri myndatöku fyrir hið þekkta Swimsuit blað Sports Illustrated. Jared Goff lék áður í Hollywood borginni með Los Angeles Rams en var sendur til Detroit í sumar í skiptum fyrir annan leikstjórnanda, Matthew Stafford. Á meðan Matthew Stafford og félagar í Rams hafa verið að gera fína hluti hefur ekkert gengið hjá Goff. Það þarf ekki eyða löngum tíma í að sjá fyrir sér að þetta var farið að reyna á kappann andlega og því segir innileg gleði kærustu hans svo mikið. Hér fyrir neðan má líka sjá viðbrögðin hjá Christen Harper. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated Swimsuit (@si_swimsuit) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira