Þjóðin beri aldrei aftur skaða af falli viðskiptabanka Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2021 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson staðgengill formanns fóru yfir stöðu fjármála þjóðarinnar á fundi með fjölmiðlum í dag. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankinn hefur sett reglur sem eiga að tryggja enn frekar að þjóðin beri aldrei aftur kostnað af falli viðskiptabanka. Þeir eigi að fjármagna sig með innlánum og forðast áhættusækni í eigin lántökum. Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Í tilkynningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í dag segir að viðnámsþróttur stóru bankanna þriggja sé mikill. Kerfisáhætta fari þó enn vaxandi vegna skuldavaxtar heimilanna samhliða hækkandi íbúðaverði, það er að aukin veðhæfni heimilanna freisti þeirra til aukinnar lántöku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skuldastöðu heimilanna þó enn mjög góða í sögulegu samhengi. „Heimilin eru að fara miklu varlegar en þau hafa gert áður. Það er alveg augljóst að það áfall sem við urðum fyrir 2008 til 2009 hefur enn áhrif. Heimilin eru að fara varlega,“ segir Ásgeir. Fjármálastöðugleikanefnd hafi gripið til aðgerða til að tryggja að svo verði áfram með hámarki á veðsetningum og greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Seðlabankastjóri segir heimilin hafa lært af hruninu og séu varkárari en áður. Bankarnir verði sömuleiðis að tryggja sér öruggt eigiðfé þannig að þjóðin beri ekki skaða af mögulegum áföllum þeirra.Stöð 2/Sigurjón Sama krafa um lærdóm af reynslunni væri gerð til viðskiptabankanna. Skerpt væri á þeirri stefnu með nýjum svo kölluðum MREL kröfum á lánastofnanir. „Við erum aðsetja fram stefnu sem tryggir að íslenskir bankar verði öryggir. Við ætlum að tryggja að þeir verði með mjög mikið eigiðfé. Tryggja að ef þeir lenda ívandræðum aftur muni enginn kostnaður falla á þessa þjóð," segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. Í því ljósi yrði tveggja prósenta greiðsla bankanna í sveiflujöfnunarsjóð tekin upp aftur haustið 2022. En greiðsla í þann varasjóð var felld niður í upphafi kórónuveirufaraldursins til að auka svigrúm bankanna til útlána í samdrætti sem fylgdi faraldrinum. MREL stefnan setji síðan ríkari kröfu um góða eiginfjárstöðu bankanna. „Við viljum bara tryggja að næsta uppsveifla, sem núna er að hefjast; að það verði varúðarlínur. Fyrir fram ekki eftir á,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Efnahagsmál Tengdar fréttir Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40 Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Erlendar eignir komnar yfir 35 prósent af eignasafni lífeyrissjóða Hlutfall erlendra eigna af heildareignum lífeyrissjóða nam 35,4 prósentum í lok október og hefur aldrei verið hærra. Þetta má lesa úr nýjum tölum Seðlabanka Íslands um fjárhag lífeyrissjóða. 8. desember 2021 13:40
Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum. 8. desember 2021 10:37