Listamaður lagði Reykjavíkurborg í deilu um myndband sem ekki var greitt fyrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2021 16:44 Heimildarmyndin kom út árið 2016 og fjallar um hóp sjómanna sem vinnur í tvo daga til að tæma drekkhlaðinn frystitogara í gömlu höfninni í Reykjavík í 35 stiga frosti. Hulda Rós/Karolinafund.com Listamaðurinn Hulda Rós Guðnadóttir lagði Reykjavíkurborg í Héraðsdómi Reykjavíkur í deilu um myndefni í eigu Huldu sem notað hafði verið af borginni á sýningu á Sjóminjasfaninu. Borgin hafði ekki greitt fyrir afnot af myndefninu. Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Umrætt þriggja mínútna myndbrot er úr heimildarmyndinni Keep Frozen, sem Hulda skrifaði og leikstýrði. Auk hennar voru Hinrik Þór Svavarsson og Helga Rakel Rafnsdóttir handritshöfundar myndarinnar. Myndin kom út árið 2016 en var frá árinu 2018 notuð í sýningu Sjóminjasafnsins, og notuð þar í tvö ár. Fram kemur í dómnum að einhverjar viðræður höfðu átt sér stað á milli Helgu Rakelar, handritshöfundar og framleiðanda myndarinnar, og Sagafilm, verktaka fyrir Reykjavíkurborg um kaup á myndefninu. Þá hafði starfsmaður Reykjavíkurborgar verið í samskiptum við Helgu Rakel um afnot af myndefninu. Hafði starfsmaðurinn sent Helgu tölvupóst í júlí 2018, mánuði eftir að sýningin á Sjóminjasafninu opnaði, þar sem um væri að ræða tíu ára samning um notkunarrétt á myndefninu. Taldi myndefnið ekki í notkun þar sem engir samningar voru gerðir Samningar um greiðslur fyrir myndefnið og eiginlega staðfestingu á notkunarrétti Reykjavíkurborgar lágu þó aldrei fyrir. Segir Hulda Rós í stefnunni að hún hafi ekki verið meðvitun um notkun Sjóminjasafnsins á myndefninu fyrr en í mars 2020. Hún og Helga Rakel hafi verið í samskiptum við Reykjavíkurborg og Sagafilm „fyrir löngu síðan“ en síðan hafi Sjóminjasambandið ekki haft samband til að klára að semja um greiðslu. Þær hafi ekki vitað af því að myndefnið hafi verið nýtt enda hafi þær aldrei heyrt meira frá borginni um málið. Myndstef, Myndhöfundasjóður Íslands, fékk umboð frá aðstandendum myndarinnar til að semja við Reykjavíkurborg um sáttgreiðslur og var sent sáttatilboð til borgarinnar í maí í fyrra um greiðslu 600 þúsund króna til að ganga frá málinu, sem borgin hafnaði. Miðaði Myndstef þar við opinbera gjaldskrá Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa ekki samþykkt sáttaboðið greiddi borgin félaginu Dóttirdóttir, í eigu Huldu Rósar, 158 þúsund krónur. Stefndi Hulda borginni þegar tilraunir til sátta báru ekki árangur. Niðurstaða dómsins var sú að Reykjavíkurborg skyldi greiða Huldu Rós 350 þúsund krónur auk dráttarvaxta vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira