Handbolti

Sveinn færir sig um set til Þýskalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Jóhannsson (lengst til vinstri) á landsliðsæfingu.
Sveinn Jóhannsson (lengst til vinstri) á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm

Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta, gengur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen næsta sumar.

Síðan 2109 hefur Sveinn leikið með SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni. Eftir þetta tímabili söðlar hann um og færir sig yfir til Þýskalands.

Sveinn, sem er 22 ára línumaður, gekk í raðir SønderjyskE frá ÍR 2019. Hann er uppalinn hjá Fjölni.

Sveinn hefur leikið tíu A-landsleiki og kom meðal annars við sögu hjá íslenska landsliðinu á EM 2020.

Hann er í 35 manna hópnum fyrir Evrópumótið í Ungverjalandi og Slóvakíu sem verður haldið í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×