Seinni bylgjan: „Ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 14:31 Magnús Gunnar í leik með Fram fyrir meira en áratug síðan. Hann rifjaði upp gamla takta um helgina. Vísir/Stefán Magnús Gunnar Erlendsson sýndi okkur að allt er fertugum fært með frábærri frammistöðu í leik Fram og Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Fram og Afturelding gerðu 27-27 jafntefli í Olís-deildinni um helgina. Ef ekki hefði verið fyrir innkomu hins 42 ára gamla Magnúsar Gunnars í síðari hálfleik hefði Afturelding eflaust farið með sigur af hólmi. Alls varði hann fimm skot, þar af nokkur úr dauðafærum, og var með 42 prósent markvörslu. Eðlilega var markvörðurinn þaulreyndi og frammistaða hans því til umræðu í Seinni bylgjunni. „Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram. Hann hættir í handbolta með þér (Jóhann Gunnar Einarsson) árið 2013, kemur aðeins aftur eftir það en er í dag orðinn 42 ára,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, áður en Jóhann Gunnar tók orðið. „Hann fór í smá Víkings ævintýri, fékk góðan tékka og hjálpaði þeim að fara upp úr deildinni en er í stjórninni hjá Fram. Það er nú ekki oft sem maður sér stjórnarmenn spila með liðunum. Sjáðu, hann er náttúrulega 42 ára en hann er greinilega sama og þegar ég var að spila með honum. Hann var alltaf fyrstur í langhlaupum og var náttúrulega ótrúlega fit og hann var alltaf bestur í hornafærum.“ „Ég er ekki frá því að Einar (Jónsson, þjálfari) hafi lagt til að hornin færu inn. Því hann var frábær að verja úr hornunum. Hann étur þennan unga dreng, greyið. Heldur betur gaman að sjá. Ég kallaði eftir honum fyrir nokkrum umferðum, sagði að þetta myndi ekki ganga með markverðina sem þeir eru með. Þeir eru báðir svo óreyndir og Valtýr (Már Hákonarson) spilar lítið og Arnór Máni (Daðason) er náttúrulega bara 17 ára.“ Klippa: Seinni bylgjan: Allt er fertugum fært „Var ekki að setja útá að þeir væru hræðilegir, þetta er bara of stórt að ætla allt í einu verja markið. Mér finnst Arnór Máni fínn í fyrri hálfleik, var með rúma 30 prósent markvörslu. Maður hefur heyrt að þetta sé mikið efni, rosalega metnaðarfullur, það er lítið við hann að sakast. Það þarf að hafa Magga þarna upp á reynslu og hann vinnur klárlega þetta stig fyrir Fram. Ætla ekki að segja upp á einsdæmi en hann fór langt með það,“ sagði Jóhann Gunnar að endingu um sinn fyrrum samherja. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira