Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 27-27| Jafntefli niðurstaðan í hörkuleik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 4. desember 2021 19:16 Afturelding mætir í Safamýrina. Vísir/Vilhelm Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Mjög kaflaskiptur og spennandi leikur þar sem jöfnunar markið var nánast skorað á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Mjög kaflaskiptur og spennandi leikur þar sem jöfnunar markið var nánast skorað á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. Leikmenn Aftureldingar mættu mun ákveðnari til leiks og skoruðu fyrstu 3 mörk leiksins. Það tók Fram rúmlega 5 mínútur að koma boltanum í netið. Fyrstu mínúturnar einkenndust af töpuðum boltum hjá báðum liðum. Framarar voru ekki lengi að koma sér almennilega inn í leikinn og var staðan jöfn þegar 10 mínútur voru liðnar. Þá gerði Afturelding áhlaup og kemur sér í þriggja marka mun 5-8. Einar Jónsson, þjálfari Fram tók leikhlé til að skerpa á hlutunum með sínum mönnum og gekk það eftir. Framarar náðu að koma sér aftur inn í leikinn og var hálfleikstölur 12-12. Í seinni hálfleik byrjuðu leikmenn Aftureldingar betur og tóku strax tveggja marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan aftur orðin jöfn 20-20 og settust Framarar við stýrið um stund og leiddu með einu. Á síðustu mínútum leiksins leiddi Afturelding með tveimur mörkum 27-25. Þá skora Framarar og Magnús Gunnar Erlendsson, markmaður í Fram ver skot. Í næstu sókn skorar Vilhelm Poulsen og leikmenn Aftureldingar ná ekki að nýta lokasóknina, því fór sem fór 27-27. Afhverju varð jafntefli? Þetta var mjög kafla skiptur leikur og skiptust liðin á að leiða með 1-2 mörkum. Það var mikið um tapaða bolta í þessum leik og yfirleitt þegar annaðhvort liðið var komið tveimur mörkum yfir kom tæknifeill sem hleypti hinum aftur inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram var það Vilhelm Poulsen sem fór á kostum í sókninni, hann var með 12 mörk. Breki Dagsson var með 4 mörk. Magnús Gunnar Erlendsson kom inn á í seinni hálfleiknum og var með mikilvægar vörslur. Hjá Aftureldingu voru það Þrándur Gíslason Roth og Guðmundur Bragi Ástþórsson með 6 mörk hvor. Andri Sigmarsson Scheving var góður í markinum með 10 varða bolta, 33% markvörslu. Hvað gekk illa? Það sem stóð upp úr voru tæknifeilar beggja liða sem urðu svolítið dýrkeyptir. Hvorugt lið náði að halda forystu í lengur en 5 mínútur. Hvað gerist næst? Í 12. umferð mætir Fram Haukum og Afturelding sækir Stjörnuna heim. Gunnar Magnússon: Þetta er stöngin út, stöngin inn Gunnar Magnússon, þjálfar AftureldingarVísir: Hulda Margrét Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í handbolta var sáttur með frammistöðuna en svekktur að fá ekki tvö stig þegar liðið gerði jafntefli við Fram í kvöld. „Frammistaðan sú besta kannski í langan tíma og auðvitað svekkjandi að vera tveimur yfir og mínúta eftir, að missa þetta niður í jafntefli. Ég er ánægður með margt í þessu. Við fórum inn í dauðafæri í lokinn og markmaðurinn var að verja vel. Auðvitað svekkjandi að fá þetta síðasta mark á sig. Ég er hundsvekktur að fá ekki tvö stig en ég er ánægður með margt í dag.“ Gunnar hefði viljað sjá betri nýtingu í dauðafærum og betri varnarleik í seinni hálfleik. „Sóknarlega erum við að fara með of mörg dauðafæri, af línu og víti og fleira. Svo fannst mér vörn og markvarsla detta aðeins niður í seinni hálfleik. Við erum aðeins aftar og vantaði herslu muninn að taka fleiri bolta og ná fleiri stoppum. Þetta er stöngin út, stöngin inn. Við fáum færi til að klára þetta og það gekk ekki í dag.“ Næsti leikur er á móti Stjörnunni og ætlar Gunnar að bæta ofan á þessa frammistöðu. „Eins og ég segi það var góð bæting í dag og besta frammistaðan okkar. Við byggjum ofan á þetta. Tvö stig mikilvæg í næsta leik. Nú er fyrri umferðin búin og það er ótrúlega svekkjandi að vera með fjóra leiki þar sem við erum að tapa stigi á síðustu sekúndunni. Það eru 11 leikir og 4 af þeim höfum við tapað niður stigi annað hvort í tap eða jafntefli, það er helvíti dýrt.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. 4. desember 2021 22:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Framarar tóku á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Mjög kaflaskiptur og spennandi leikur þar sem jöfnunar markið var nánast skorað á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. Leikmenn Aftureldingar mættu mun ákveðnari til leiks og skoruðu fyrstu 3 mörk leiksins. Það tók Fram rúmlega 5 mínútur að koma boltanum í netið. Fyrstu mínúturnar einkenndust af töpuðum boltum hjá báðum liðum. Framarar voru ekki lengi að koma sér almennilega inn í leikinn og var staðan jöfn þegar 10 mínútur voru liðnar. Þá gerði Afturelding áhlaup og kemur sér í þriggja marka mun 5-8. Einar Jónsson, þjálfari Fram tók leikhlé til að skerpa á hlutunum með sínum mönnum og gekk það eftir. Framarar náðu að koma sér aftur inn í leikinn og var hálfleikstölur 12-12. Í seinni hálfleik byrjuðu leikmenn Aftureldingar betur og tóku strax tveggja marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var staðan aftur orðin jöfn 20-20 og settust Framarar við stýrið um stund og leiddu með einu. Á síðustu mínútum leiksins leiddi Afturelding með tveimur mörkum 27-25. Þá skora Framarar og Magnús Gunnar Erlendsson, markmaður í Fram ver skot. Í næstu sókn skorar Vilhelm Poulsen og leikmenn Aftureldingar ná ekki að nýta lokasóknina, því fór sem fór 27-27. Afhverju varð jafntefli? Þetta var mjög kafla skiptur leikur og skiptust liðin á að leiða með 1-2 mörkum. Það var mikið um tapaða bolta í þessum leik og yfirleitt þegar annaðhvort liðið var komið tveimur mörkum yfir kom tæknifeill sem hleypti hinum aftur inn í leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Fram var það Vilhelm Poulsen sem fór á kostum í sókninni, hann var með 12 mörk. Breki Dagsson var með 4 mörk. Magnús Gunnar Erlendsson kom inn á í seinni hálfleiknum og var með mikilvægar vörslur. Hjá Aftureldingu voru það Þrándur Gíslason Roth og Guðmundur Bragi Ástþórsson með 6 mörk hvor. Andri Sigmarsson Scheving var góður í markinum með 10 varða bolta, 33% markvörslu. Hvað gekk illa? Það sem stóð upp úr voru tæknifeilar beggja liða sem urðu svolítið dýrkeyptir. Hvorugt lið náði að halda forystu í lengur en 5 mínútur. Hvað gerist næst? Í 12. umferð mætir Fram Haukum og Afturelding sækir Stjörnuna heim. Gunnar Magnússon: Þetta er stöngin út, stöngin inn Gunnar Magnússon, þjálfar AftureldingarVísir: Hulda Margrét Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í handbolta var sáttur með frammistöðuna en svekktur að fá ekki tvö stig þegar liðið gerði jafntefli við Fram í kvöld. „Frammistaðan sú besta kannski í langan tíma og auðvitað svekkjandi að vera tveimur yfir og mínúta eftir, að missa þetta niður í jafntefli. Ég er ánægður með margt í þessu. Við fórum inn í dauðafæri í lokinn og markmaðurinn var að verja vel. Auðvitað svekkjandi að fá þetta síðasta mark á sig. Ég er hundsvekktur að fá ekki tvö stig en ég er ánægður með margt í dag.“ Gunnar hefði viljað sjá betri nýtingu í dauðafærum og betri varnarleik í seinni hálfleik. „Sóknarlega erum við að fara með of mörg dauðafæri, af línu og víti og fleira. Svo fannst mér vörn og markvarsla detta aðeins niður í seinni hálfleik. Við erum aðeins aftar og vantaði herslu muninn að taka fleiri bolta og ná fleiri stoppum. Þetta er stöngin út, stöngin inn. Við fáum færi til að klára þetta og það gekk ekki í dag.“ Næsti leikur er á móti Stjörnunni og ætlar Gunnar að bæta ofan á þessa frammistöðu. „Eins og ég segi það var góð bæting í dag og besta frammistaðan okkar. Við byggjum ofan á þetta. Tvö stig mikilvæg í næsta leik. Nú er fyrri umferðin búin og það er ótrúlega svekkjandi að vera með fjóra leiki þar sem við erum að tapa stigi á síðustu sekúndunni. Það eru 11 leikir og 4 af þeim höfum við tapað niður stigi annað hvort í tap eða jafntefli, það er helvíti dýrt.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Afturelding Tengdar fréttir Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. 4. desember 2021 22:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Einar Jónsson: Þetta er bara áfram gakk, það er bara svoleiðis Einar Jónsson, þjálfari Fram var sáttur með að ná stigi í hörkuspennandi leik á móti Aftureldingu í 11. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Kaflaskiptur leikur en Framarar skoruðu nánast á loka sekúndu leiksins. Lokatölur 27-27. 4. desember 2021 22:00