Mögulega dýrara að gera við þakið eða bílinn eftir áramót Eiður Þór Árnason skrifar 3. desember 2021 12:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkisstjórnin muni framlengja tímabundna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða og fleira sem rennur að óbreyttu út um áramótin. Í fyrra hækkuðu stjórnvöld hlutfall endurgreiðslna og útvíkkuðu skilyrði í tengslum við aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Sem hluti af átakinu Allir vinna hafa stjórnvöld meðal annars veitt endurgreiðslu á öllum virðisaukaskatti í tengslum við vinnu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði, viðgerðir og réttingar fólksbíla og heimilisaðstoð. Breytingu á bráðabirgðaákvæði í lögum um virðisaukaskatt þarf til að framlengja gildistíma aðgerðarinnar. Slíka tillögu er ekki að finna í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eða bandormnum svokallaða, þar sem fyrirhugaðar lagabreytingar vegna nýrra fjárlaga eru útlistaðar. Komið til tals Fram kemur í svari fjármála- og efnahagsfjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu að ríkisstjórnin muni undirbúa breytingartillögur við framkomið fjárlagafrumvarp og eftir atvikum bandormsfrumvarpið sem verða kynntar fjárlaganefnd og Alþingi fyrir aðra umræðu um frumvarpið. Þá segir að það hafi „komið til tals“ að huga að framlengingu Allir vinna en það liggi þó ekki fyrir á þessum tímapunkti hvort lagðar verði til breytingar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að átakið Allir vinna verði tekið fyrir í ráðherranefnd og mat lagt á árangurinn. „Ég geri ráð fyrir að í kjölfar þess komi tillaga frá mér til ríkisstjórnar um framhaldið.“ Mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi Samiðn, samtök iðnfélaga, hafa hvatt stjórnvöld til að framlengja Allir vinna og segja að endurgreiðslurnar hafi numið um 9,2 milljónum króna á þessu ári og tæpum 20 milljörðum í fyrra. „Ljóst er að þetta hefur verið mikilsvert innlegg í þeim árangri sem íslenskt samfélag hefur þó náð í afar erfiðu og krefjandi árferði,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. „Það er afar mikilvægt að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og stuðla að því að skila mikilvægum virðisaukandi verkefnum til samfélagsins. Átakið örvar hagkerfið með því að hvetja til aukinna umsvifa í kjölfar Covid-19. Samiðn hefur lagt mikla áherslu á átakið og við hvetjum stjórnvöld til að framlengja það,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Hlmar Harðarson, fomraður Samiðnar.Aðsend Þá skoraði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, á stjórnvöld í innsendri grein á Vísi að framlengja ótímabundið 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts. „Það er því með ólíkindum að stjórnvöld virðist nú ekki ætla að framlengja þessu verkefni. Ávinningur samfélagsins hefur verið mikill af þessu verkefni, ekki bara fyrir neytendur heldur atvinnulíf sem og ríkissjóð. Aukinn hvati til að framkvæma er mikilvægur til að styðja við meiri stöðugleika á byggingamarkaði. Að gera fólki auðveldara að fá fagfólk til að gera við bifreiðar sínar skiptir oft á tíðum sköpum því fjölmargir standa frammi fyrir því að hafa minni tekjur en áður vegna þeirra aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Kristján í greininni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Byggingariðnaður Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira