Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Guðrún Jóhannesdóttir skrifar 3. desember 2021 12:01 Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert rætt um hvort samningsbundnar launahækkanir séu að sliga atvinnulífið hér á landi. Margir telja það fjarri lagi þar sem atvinnulífið standi svo vel því velta nokkurra fyrirtækja hafi aukist til muna. Háværar raddir heyrast einnig um að fyrirtækjum beri að taka á sig hækkanir á innkaupsverði og flutningskostnaði þar sem ekki sé réttlátt að neytendur beri þann kostnað. Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir miklu höggi vegna heimsfaraldursins. Skertur opnunartími, fjöldatakmarkanir og fjarvistir starfsfólks hafa haft mikil áhrif á afkomu fjölmargra fyrirtækja. Á þetta bæði við um fyrirtæki í verslunargeiranum sem og minni iðnfyrirtæki, svo ekki sé minnst á ferðaþjónustuna. Mig langar hér að nefna hér nokkrar staðreyndir um þann veruleika sem raunverulega blasir við fyrirtækjum á Íslandi um þessar mundir. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru fordæmalausar hækkanir á allri hrávöru, hvort sem er til matvælaframleiðslu eða iðnaðarframleiðslu. Við erum hér að tala um hækkanir sem nema tugum prósenta. Bein afleiðing af heimsfaraldrinum eru hækkanir á flutningskostnaði, einkum og sér í lagi á lengri leiðum, t.d. á milli Asíu og Evrópu. Hér er um að ræða hækkanir sem aldrei hafa sést, hvorki fyrr né síðar. Verðbólga mælist nú langt yfir markmiði Seðlabankans, eða 4,5%, og margt sem bendir til að verðbólguþrýstingur eigi enn eftir að aukast á komandi mánuðum. Það sem er óvanalegt nú er að verðbólga í helstu viðskiptalöndum okkar er í methæðum. Meira að segja í Þýskalandi, sem er eins og flestir vita þekkt fyrir allt annað en háa verðbólgu, er verðbólgan nú 5% Húsnæðiskostnaður hefur aldrei verið eins íþyngjandi í starfsemi fyrirtækja og nú. Fasteignaskattur á Íslandi er allt að þrisvar sinnum hærri en á hinum Norðurlöndunum. Launakostnaður fyrirtækja hefur farið hratt hækkandi undanfarin ár og ekki má gleyma að nefna kostnað fyrirtækja vegna launagreiðslna í veikindum eða vegna annarra fjarvista starfsfólks á tímum Covid-19. Erfitt er að sjá fyrir sér hvernig fyrirtæki eiga að fara að því að taka á sig bæði hækkanir á kostnaðarverði og launahækkanir, sem samið var um við gjörólíkar aðstæður og nú eru uppi, samfara því. Undirrituð stýrir litlu fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 20 árum síðan. Við búum við þann lúxus að eiga stóran og tryggan viðskiptavinahóp, sem við erum afar þakklát fyrir. Hins vegar hefur það aldrei verið eins mikil áskorun og nú að halda rekstrinum í réttu horfi. Ná að fylla lagerinn á tímum vöruskorts og tafa á afhendingu. Halda aftur af verðhækkunum þegar laun hækka, listaverð hækkar og flutningskostnaður margfaldast. Þetta er staða sem blasir við fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Það er von mín að verkalýðshreyfingin leggi raunverulegt mat á stöðu alls atvinnulífsins, þegar sest verður við samningaborðið á komandi ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Kokku.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun