Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 07:33 Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jón Magnús Kristjánsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar