Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar 12. nóvember 2024 07:33 Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Jón Magnús Kristjánsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru mikilvægasta málefnið Endurtekið hefur almenningur nefnt heilbrigðismál sem mikilvægasta málefnið sem stjórnvöld eigi að setja í forgang, núna síðast í könnun Gallup sem birt var á mbl.is 11. nóvember. Í þeirri könnun gildir þetta hvort sem spurt er um þrjú eða fimm mikilvægustu málefnin. Efnahagsmál og húsnæðismál eru í öðru og þriðja sæti yfir mikilvægi í sömu könnun. Málefni flóttafólks er síðan í níunda sæti og innflytjendamál í sjötta sæti á eftir menntamálum og samgöngumálum í því fjórða og fimmta. Ég tel að túlka megi niðurstöðuna sem sterkt ákall almennings til stjórnvalda um að ná góðum tökum á efnahagsmálum með því að stöðva hallarekstur ríkissjóðs, ná niður verðbólgu og vöxtum og tryggja stóraukið framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum en ekki hvað síst að almenningur telji að hið opinbera eigi að nýta bolmagn sitt og sameiginlega sjóði til þess að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi öðrum kerfum fremur. Það kemur því á óvart hversu lítið fer fyrir raunverulegri umræðu um heilbrigðiskerfið í aðdraganda kosninganna sérstaklega í samanburði við mikla umræðu um málefni flóttafólks. Við þurfum umræðu Við þurfum umræðu jafnt um þá hluta heilbrigðiskerfisins sem þarf að bæta, svo sem styrkingu á grunnþjónustu heilsugæslunnar og eflingu þjónustu við aldraða, sem og um þá hluti þar sem sóun er í núverandi kerfi, sem dæmi að sjúklingar eru sendir erlendis í aðgerðir sem hægt er að gera á Íslandi eða óþarfa vottorð og tilvísanir. Við þurfum umræðu sem nær umfram óljósar hugmyndir um aukin framlög eða niðurskurð, umræðu sem ekki fellur í skotgrafir um rekstrarform heldur umræðu þar sem við fáum raunverulega innsýn inn í skilning flokkana á heilbrigðiskerfinu í heild sinni og forgangsröðun þeirra í málaflokknum. Það er nefnilega svo að við munum ekki sjálfkrafa fá betra kerfi með því að auka framlög til þess heldur þurfum við að bæta það á sama tíma. Auk þess verða fjármunirnir alltaf takmarkaðir. Við þurfum því að fá að heyra á hvaða þætti leggja flokkarnir áherslu. Er það á bætta þjónustu við einstaklinga með fíknisjúkdóm? Er það á grunnþjónustu heilsugæslunnar? Er það á uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Er það á þjónustu við aldraða? Er það á geðheilbrigðismál? Eða eitthvað allt annað? Við viljum heyra raunverulegan skilning og raunverulegar áætlanir um úrbætur. Ég skora á fjölmiðla að krefja frambjóðendur um raunveruleg svör frá frambjóðendum og flokkum um framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Höfundur er bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun