Grænkera skorti ekkert á jólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. desember 2021 20:30 Systurnar Júlía Sif og Helga María hafa verið grænkerar í um áratug. Þær segja að í dag skorti grænkera ekkert, sem sé mikil breyting frá því fyrir tíu árum. Vísir/Adelina Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni? „Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“ Vegan Matur Jól Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Það hefur breyst gríðarlega mikið. Við höfum verið vegan síðan 2011 og 2012. Á þeim tíma var ekkert hægt að labba inn á veitingastað og fá vegan-mat, maður þurfti yfirleitt að hringja og segja: Ég er með ofnæmi fyrir kjöti, mjólk og eggjum af því að annars vissi fólk ekkert hvað maður var að tala um. Í dag ferðu inn í hvaða búð sem er og hvaða veitingastað sem er og getur fengið ótrúlega góðan vegan-mat og valið úr alls konar valmöguleikum og góðum vörum,“ segir Helga María Ragnarsdóttir, grænkeri. Systurnar Júlía Sif og Helga María halda úti matarblogginu Veganistur, sem nýtur mikilla vinsælda, bæði meðal grænkera og alæta. Systurnar hafa báðar verið vegan í um áratug en margt hefur breyst á þessum tíma. „Fyrstu jólin okkar vorum við svolítið mikið að borða bara hnetusteik. Það var einhvern vegin það sem allir, sem voru vegan, borðuðu. Já, og það voru engar sérvörur í boði, enginn vegan rjómi, enginn vegan ís eða neitt svoleiðis, þannig að þetta var svolítið „plain“ matur,“ segir Júlía Sif. „Í dag myndi ég segja að við borðum bara nákvæmlega eins og allir, okkur skortir ekki neitt.“ „Við borðum allt sem okkur þótti gott áður, við bökum sömu smákökurnar, við erum farnar að gera jólaís, terturnar, smákökurnar, allt meðlætið. Þannig að þetta er allt annað en fyrir tíu árum,“ segir Helga. Þær einbeita sér sjálfar að þvíað veganvæða venjulegan heimilismat, mat sem er ekki of flókinn. Systurnar hafa þróað ýmsar uppskriftir til að veganvæða klassíska rétti. Hér má til dæmis sjá vegan-wellington, brúnaðar kartöflur og fleira sem systurnar matreiddu.Vísir/Adelina „Þegar við byrjuðum að vera vegan þá var þetta svolítið svona hollustumataræði eða fólk hélt það og margar uppskriftir sem við fundum á netinu voru með mjög mikið af innihaldsefnum og við fórum strax að reyna að veganæsa venjulegan mat sem við vorum vanar að borða og vildum sýna hversu auðvelt það væri,“ segir Júlía. Þær segja fólk oft mikla fyrir sér verkefnið að elda og baka vegan mat. „Mér finnst líka ein ástæðan fyrir því að við byrjuðum að blogga og byrjuðum að gera vegan útgáfur af þessum hefðbundnu réttum að fólk hélt að þetta væri svo flókið. Oft þegar við vorum að koma í fjölskylduboð sagði fólk: Við getum ekki bakað neitt fyrir ykkur, við vitum ekkert hvernig virkar að gera svona vegan kökur,“ segir Helga. „Svo þegar maður sýnir fólki uppskriftir, eins og af okkar kökum, hversu ótrúlega auðvelt þetta er og þetta eru bara hráefni sem fólk á heima. Þá fattar fólk, já ókei þetta er ekki einhver hráfæðikaka sem er í frystinum í þrjá daga og með þrjátíu innihaldsefni.“ Hvað mynduði segja viðfólk sem er að taka sín fyrstu skref í að verða vegan eða taka út dýraafurðir, hvaða ráð hafiði til þeirra? „Ég myndi segja að flækja hlutina ekki of mikið og gerðu matinn sem þér finnst góður í vegan-útgáfu.“
Vegan Matur Jól Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira