35 íbúðir afhentar á Selfossi í dag í hæsta húsnæði á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. desember 2021 13:03 35 íbúðir eru í nýju blokkinni og það verða líka 35 íbúðir í hinni blokkinni, sem Pálmatré er að byggja á fullum krafti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru ánægðir íbúðaeigendur, sem taka á móti lyklum sínum í dag í 35 nýjum íbúðum á Selfossi en blokkin, sem fólkið er að flytja í er hæsta húsnæði á Suðurlandi upp á sex hæðir. Allar íbúðirnar í blokkinni seldust án auglýsinga. Byggingarverktakinn er byrjaður að byggja aðra blokk við hlið þeirra nýju. Það voru starfsmenn Pálmatrés, sem byggðu blokkina á 14 mánuðum. Öllum íbúðunum 35 er skilað fullkláruðum, þannig að það er bara að flytja inn. Ekki eru bílskúrar eða bílakjallari, sem fylgja íbúðunum. Pálmi Pálsson, sem er frá bænum Hjálmsstöðum í Laugardal rétt við Laugarvatn er eigandi Pálmatrés. „Fólk kemur hér í hollum eftir því á hvaða hæðum það er og fær bara lyklana afhenta og gengur í sínar íbúðir. Svo um helgina eða í næstu viku förum við yfir málin með þeim. Það tók okkur 14 mánuði að byggja blokkina því við gátum ekki farið hraðar út af efnisþurrð og fleiri atriða, þannig að þetta hefur bara gengið mjög vel, tíðin verið góð og allir kátir,“ segir Pálmi. Pálmi segir mikla vöntun á húsnæði á Selfossi og því hafi íbúðirnar í nýju blokkinni selst eins og heitar lummur. Íbúðirnar eru aðeins mismunandi að stærð eða meðal verðið á þeim fullbúnum er um 35 milljónir króna. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés er stoltur og ánægður með nýju blokkina og starfsfólkið sitt, sem hefur unnið við að koma henni upp á síðustu 14 mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálmi og hans starfsmenn eru byrjaðir á nýrri blokk. „Já, ,við erum búnir að steypa upp annað 35 íbúða hús við hliðina hér og setjum það í sölu með vorinu, þannig að það er áætlað að afhenda það einhvern tíma næsta haust“. Pálmi segir að húsnæðisskortur á Selfossi tengist ástandinu í Reykjavík, fólk er að flytja þaðan og austur fyrir fjall. “Svo er náttúrulega mikil fjölgun á fólki hérna og það hefur bara verið skortur á húsnæði hér á svæðinu. Það er fullt af fólki hér úr nærsveitunum, sem kaupir hér undir börnin sín í námi og þess háttar, þannig að það er ýmislegt sem spilar saman þar,“ bætir Pálmi við. Og þessi nýja blokk, þetta er hæsta íbúðarhús á Suðurlandi, eða hvað? „Mér skilst það já, það hlýtur einhver að fara í hærra á næstunni, það getur ekki annað verið. Blokkinn á að þola alla jarðskjálfta, enda er það útreiknað af sérfræðingum,“ segir Pálmi og hlær, stoltur og sáttur við nýju blokkina. Pálmi, sem fær sér hér í nefið hefur haft nóg að gera við að sýna áhugasömu fólki íbúðirnar í nýju blokkinni. Meðalverð á íbúðunum er um 35 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það voru starfsmenn Pálmatrés, sem byggðu blokkina á 14 mánuðum. Öllum íbúðunum 35 er skilað fullkláruðum, þannig að það er bara að flytja inn. Ekki eru bílskúrar eða bílakjallari, sem fylgja íbúðunum. Pálmi Pálsson, sem er frá bænum Hjálmsstöðum í Laugardal rétt við Laugarvatn er eigandi Pálmatrés. „Fólk kemur hér í hollum eftir því á hvaða hæðum það er og fær bara lyklana afhenta og gengur í sínar íbúðir. Svo um helgina eða í næstu viku förum við yfir málin með þeim. Það tók okkur 14 mánuði að byggja blokkina því við gátum ekki farið hraðar út af efnisþurrð og fleiri atriða, þannig að þetta hefur bara gengið mjög vel, tíðin verið góð og allir kátir,“ segir Pálmi. Pálmi segir mikla vöntun á húsnæði á Selfossi og því hafi íbúðirnar í nýju blokkinni selst eins og heitar lummur. Íbúðirnar eru aðeins mismunandi að stærð eða meðal verðið á þeim fullbúnum er um 35 milljónir króna. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés er stoltur og ánægður með nýju blokkina og starfsfólkið sitt, sem hefur unnið við að koma henni upp á síðustu 14 mánuðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pálmi og hans starfsmenn eru byrjaðir á nýrri blokk. „Já, ,við erum búnir að steypa upp annað 35 íbúða hús við hliðina hér og setjum það í sölu með vorinu, þannig að það er áætlað að afhenda það einhvern tíma næsta haust“. Pálmi segir að húsnæðisskortur á Selfossi tengist ástandinu í Reykjavík, fólk er að flytja þaðan og austur fyrir fjall. “Svo er náttúrulega mikil fjölgun á fólki hérna og það hefur bara verið skortur á húsnæði hér á svæðinu. Það er fullt af fólki hér úr nærsveitunum, sem kaupir hér undir börnin sín í námi og þess háttar, þannig að það er ýmislegt sem spilar saman þar,“ bætir Pálmi við. Og þessi nýja blokk, þetta er hæsta íbúðarhús á Suðurlandi, eða hvað? „Mér skilst það já, það hlýtur einhver að fara í hærra á næstunni, það getur ekki annað verið. Blokkinn á að þola alla jarðskjálfta, enda er það útreiknað af sérfræðingum,“ segir Pálmi og hlær, stoltur og sáttur við nýju blokkina. Pálmi, sem fær sér hér í nefið hefur haft nóg að gera við að sýna áhugasömu fólki íbúðirnar í nýju blokkinni. Meðalverð á íbúðunum er um 35 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira