Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 08:15 Mennirnir voru gripnir eftir að þeir gripu tvær úlpur úr verslun Bláa lónsins. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi. Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Greint var frá því í október að tveir menn væru grunaðir um þjófnað á tveimur úlpum úr verslun Bláa lónsins. Úlpurnar kostuðu á annað hundruð þúsund króna hvor. Í úrskurði Landsréttar er varpað nánari ljósi á aðferðir mannana sem virðast hafa verið þaulskipulagðar og útpældar. Komust undan á hlaupum Þar kemur fram að starfsmenn hafi staðið mennina að þjófnaðinum en þeim hafi tekist að komast burt á hlaupum. Lögregla var kölluð til og hafði hún hendur í hári mannanna í Hafnarfirði þar sem bíll þeirra var stöðvaður. Lögreglan handtók mennina við Hafnarfjörð.Vísir/Vilhelm Þar framvísaði annar þeirra svörtum ruslapoka sem í voru umræddar úlpur en mennirnir sáust koma þeim fyrir í bakpoka á öryggismyndavélum verslunarinnar. Fundu sérútbúin vasa Í farangursými bílsins fannst hliðartaska þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Annar slíkur vasi fannst undir botni farangursgeymslunnar. Segir í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Þetta sé þekkt tæki í skipulagðri brotastarfsemi. Eru ósamvinnuþýðir Framkvæmd var húsleit í húsnæði mannanna í Reykjavík þar sem einnig fannst meint þýfi, fatnaður og afklipptir merkimiðar. Þá fannst einnig samskonar vasi og hafði áður fundist, gerður úr álpappír og límbandi. Landsréttur taldi nægjanlegt að setja mennina í farbann.Vísir/Vilhelm Við rannsókn málsins kom í ljós að fleiri mál bættust við eftir að verslanir yfirfóru eftirlitsmyndavélakerfi sín og umfjöllun um málið fór í fjölmiðla. Hafa mennirnir tveir að játað sök í flestum málanna sem tengjast þeim en eru þeir ósamvinnuþýðir samkvæmt úrskurði Landsréttar, og og framburður þeirra misvísandi. Búið er að ákæra mennina en lögregla telur að meint brot þeirra séu þaulskipulögð og framkvæmd af ríkum ásetningi. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjaness til 20. desember næstkomandi. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem taldi að ekki væri hægt að láta mennina sæta gæsluvarðhaldi í lengur en einn mánuð. Voru mennirnir því úrskurðaðir í farbann. Mega þeir því ekki yfirgefa Ísland fyrir 20. desember næstkomandi.
Bláa lónið Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16