Höfnuðu nýju svínabúi í Árborg vegna fjölda andmæla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2021 08:13 Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarsviðs Árborgar barst fjöldi mótmæla gegn svínabúinu. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins, sem lagði til að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabú á jörðinni Hólar. Þá lagði nefndin einnig til að fallið yrði frá hugmyndum um að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað. Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira