Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2021 08:30 Sverre Jakobsson hefur verið aðstoðarþjálfari Jónatans Magnússonar og nú bætist Heimir Örn Árnason við teymið. vísir/hulda margrét Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins. Samhliða þjálfun meistaraflokks hefur Jónatan þjálfað yngri flokka. Hann tók sér nokkurra daga frí frá störfum í þessari viku til að ná heilsu, eftir að hafa glímt við höfuðverk síðustu vikur, en segist ekki koma til með að missa af neinum leikja KA í Olís-deildinni. Liðið mætir næst Gróttu á heimavelli á sunnudag. Endurkoma Heimis, sem verður annar aðstoðarþjálfara KA ásamt Sverre Jakobssyni, er þó öðrum þræði hugsuð til að minnka álagið á Jónatani. „Ég er ekki að fara í veikindaleyfi og verð með í næsta leik. Við erum bara að breyta strúkturnum og fá fleiri með mér því það er búið að vera mikið að gera,“ segir Jónatan og bendir blaðamanni góðfúslega á að ekki sé um neina stórfrétt að ræða: „Ég er ekki að hætta. Þetta er ekki einhver hallarbylting.“ Heimir Örn Árnason leggur dómaraflautuna á hilluna og kemur inn í þjálfarateymi KA.vísir/vilhelm KA hefur átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni og tapað sjö af tíu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti, einungis fyrir ofan nýliða Víkings og HK, og endurkomu Heimis því sjálfsagt ætlað að hjálpa til við að snúa gengi liðsins. Heimir mun því ekki sinna dómgæslu í Olís-deildinni í vetur. Hann hætti sem aðstoðarþjálfari KA árið 2019 þegar Jónatan varð aðalþjálfari ásamt Stefáni Árnasyni, sem Heimir hafði aðstoðað. Áður stýrði Jónatan liði KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Stefán steig svo til hliðar fyrir síðustu leiktíð og Sverre kom inn sem aðstoðarþjálfari. Olís-deild karla KA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Samhliða þjálfun meistaraflokks hefur Jónatan þjálfað yngri flokka. Hann tók sér nokkurra daga frí frá störfum í þessari viku til að ná heilsu, eftir að hafa glímt við höfuðverk síðustu vikur, en segist ekki koma til með að missa af neinum leikja KA í Olís-deildinni. Liðið mætir næst Gróttu á heimavelli á sunnudag. Endurkoma Heimis, sem verður annar aðstoðarþjálfara KA ásamt Sverre Jakobssyni, er þó öðrum þræði hugsuð til að minnka álagið á Jónatani. „Ég er ekki að fara í veikindaleyfi og verð með í næsta leik. Við erum bara að breyta strúkturnum og fá fleiri með mér því það er búið að vera mikið að gera,“ segir Jónatan og bendir blaðamanni góðfúslega á að ekki sé um neina stórfrétt að ræða: „Ég er ekki að hætta. Þetta er ekki einhver hallarbylting.“ Heimir Örn Árnason leggur dómaraflautuna á hilluna og kemur inn í þjálfarateymi KA.vísir/vilhelm KA hefur átt afar erfitt uppdráttar á leiktíðinni og tapað sjö af tíu leikjum sínum. Liðið er í 10. sæti, einungis fyrir ofan nýliða Víkings og HK, og endurkomu Heimis því sjálfsagt ætlað að hjálpa til við að snúa gengi liðsins. Heimir mun því ekki sinna dómgæslu í Olís-deildinni í vetur. Hann hætti sem aðstoðarþjálfari KA árið 2019 þegar Jónatan varð aðalþjálfari ásamt Stefáni Árnasyni, sem Heimir hafði aðstoðað. Áður stýrði Jónatan liði KA/Þórs í Olís-deild kvenna. Stefán steig svo til hliðar fyrir síðustu leiktíð og Sverre kom inn sem aðstoðarþjálfari.
Olís-deild karla KA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða