Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2021 13:12 Ýmsum í stjórnarandstöðunni þykir þetta heldur óárennilegt þríeyki. Jón Gunnarsson og aðstoðarmenn hans tveir, Brynjar Níelsson og Hreinn Loftsson. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. Eins og Innherji greindi frá fyrr í dag hefur Brynjar verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns auk Hreins Loftssonar lögmanns. „Jón vill fá mann sem hefur reynslu af málaflokknum og þekkir þingið þannig að segja má að hann sé að slá tvær flugur í einu höggi. Ég reikna með því,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Komið hefur fram að ýmsum þeim sem tilheyra stjórnaraandstöðunni líst ekki á blikuna, að þarna sé komin býsna harðsnúinn flokkur manna í innanríkisráðuneytið. Andrési Inga líst ekki á blikuna Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata gerði skipan Jóns að sérstöku umfjöllunarefni í sinni ræðu á þinginu í gær, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gær, að það væri móðgun við fólk „gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis.“ Og þegar hann sá fréttirnar í morgun varð honum hreinlega flökurt og tjáði það á Twitter. Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni. 🤮🤮🤮https://t.co/VUAn58OJ0a— Andrés Ingi (@andresingi) December 2, 2021 Brynjar segir þá þrjá auðvitað menn sem standa fyrir eitthvað, hafi allir verið í pólitík og þekkja það. Báðir aðstoðarmennirnir, hann og Hreinn, þekki þessa málaflokka vel frá sitthvorum vinklinum. „Jón er að fá menn með fjölbreytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagnrýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík. Ekki héldu þeir að hann myndi fá einhverja menn úr vinstri flokkunum til að aðstoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökurleika.“ Brynjar náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en er nú kominn á þingið bakdyramegin aftur. Er þetta svona gott mötuneyti? „Nei, það er það nú ekki en einhvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema einhver fyrirstaða sé. Þetta er auðvitað bara tímabundið.“ Ætla að láta hendur standa fram úr ermum Fram hefur komið að Jón verður skipaður innaríkisráðherra í 18 mánuði í lengsta falli og þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir 1. þingmaður í Suðurkjördæmi við. Brynjar segir þetta nýja starf leggjast ágætlega í sig, þau séu mörg mál sem þurfi að laga og ýta úr vör. Jón Gunnarsson tekur við lyklunum að innanríkisráðuneytinu en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir færir sig um set.vísir/vilhelm „Það fer svo eftir því hvað ráðherra ætlar að setja puttann á púlsinn og hvaða hugmyndir hann hefur með að forgangsraða og svoleiðis. Ég er bara til aðstoðar og að veita góð ráð þegar eftir því er leitað. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Viðleitnin hefur heldur verið sú að aðstoðarmenn ráðherra hafi síðar látið á það reyna að komast á þing. „Já, ég geri allt öfugt,“ segir Brynjar. Hann segir þetta sérstakar aðstæður. „Ráðherra á stuttum tíma þarf að láta hendur standa fram úr ermum og setja mark sitt á þetta. Og þá ákveður hann að leita til manna sem þekkja málaflokkinn og ekkert óeðlilegt við það. þó hann hafi verið alþingismaður áður. ekki eins og ég sé tekinn út úr móanum.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Eins og Innherji greindi frá fyrr í dag hefur Brynjar verið ráðinn sem aðstoðarmaður Jóns auk Hreins Loftssonar lögmanns. „Jón vill fá mann sem hefur reynslu af málaflokknum og þekkir þingið þannig að segja má að hann sé að slá tvær flugur í einu höggi. Ég reikna með því,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Komið hefur fram að ýmsum þeim sem tilheyra stjórnaraandstöðunni líst ekki á blikuna, að þarna sé komin býsna harðsnúinn flokkur manna í innanríkisráðuneytið. Andrési Inga líst ekki á blikuna Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata gerði skipan Jóns að sérstöku umfjöllunarefni í sinni ræðu á þinginu í gær, þegar Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu sína í gær, að það væri móðgun við fólk „gerir réttmæta kröfu um löngu tímabærar framfarir í þágu réttlætis.“ Og þegar hann sá fréttirnar í morgun varð honum hreinlega flökurt og tjáði það á Twitter. Forsætisráðherra sagði í gær að baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og bætt staða brotaþola verði í forgangi hjá ríkisstjórninni. Þetta er teymið sem á að stýra baráttunni. 🤮🤮🤮https://t.co/VUAn58OJ0a— Andrés Ingi (@andresingi) December 2, 2021 Brynjar segir þá þrjá auðvitað menn sem standa fyrir eitthvað, hafi allir verið í pólitík og þekkja það. Báðir aðstoðarmennirnir, hann og Hreinn, þekki þessa málaflokka vel frá sitthvorum vinklinum. „Jón er að fá menn með fjölbreytta reynslu og ég skil ekki af hverju menn eru að gagnrýna það. Menn geta haft ýmsar skoðanir í pólitík. Ekki héldu þeir að hann myndi fá einhverja menn úr vinstri flokkunum til að aðstoða sig? Þeir hafa kannski reiknað með því, ég veit það ekki. En það þarf að benda Andrési á að það eru til lyf við flökurleika.“ Brynjar náði ekki inn á þing í síðustu kosningum en er nú kominn á þingið bakdyramegin aftur. Er þetta svona gott mötuneyti? „Nei, það er það nú ekki en einhvers staðar verður maður að borða. En það var sem sagt óskað eftir þessu þá verður maður bara við því nema einhver fyrirstaða sé. Þetta er auðvitað bara tímabundið.“ Ætla að láta hendur standa fram úr ermum Fram hefur komið að Jón verður skipaður innaríkisráðherra í 18 mánuði í lengsta falli og þá taki Guðrún Hafsteinsdóttir 1. þingmaður í Suðurkjördæmi við. Brynjar segir þetta nýja starf leggjast ágætlega í sig, þau séu mörg mál sem þurfi að laga og ýta úr vör. Jón Gunnarsson tekur við lyklunum að innanríkisráðuneytinu en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir færir sig um set.vísir/vilhelm „Það fer svo eftir því hvað ráðherra ætlar að setja puttann á púlsinn og hvaða hugmyndir hann hefur með að forgangsraða og svoleiðis. Ég er bara til aðstoðar og að veita góð ráð þegar eftir því er leitað. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Viðleitnin hefur heldur verið sú að aðstoðarmenn ráðherra hafi síðar látið á það reyna að komast á þing. „Já, ég geri allt öfugt,“ segir Brynjar. Hann segir þetta sérstakar aðstæður. „Ráðherra á stuttum tíma þarf að láta hendur standa fram úr ermum og setja mark sitt á þetta. Og þá ákveður hann að leita til manna sem þekkja málaflokkinn og ekkert óeðlilegt við það. þó hann hafi verið alþingismaður áður. ekki eins og ég sé tekinn út úr móanum.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Afturhaldsöflin sem rækta húsbóndavaldið Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi fór Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hörðum orðum um skipun tveggja ráðherra í nýrri ríkisstjórn. 2. desember 2021 13:01
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. 28. nóvember 2021 16:20