Netsamráð um vinnutillögur við Bústaðaveg og Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 1. desember 2021 17:00 Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Ævar Harðarson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Líflegar umræður hafa verið verið um vinnutillögur hverfisskipulags Háaleitis og Bústaða sem hafin var kynning á nýlega. Ekki síst um tillögur að uppbyggingu við gatnamót Miklubautar-Háaleitisbrautar og meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ. Skiptar skoðanir hafa komið fram á fundum, í hverfisgöngum, í skriflegum athugasemdum og umræðum á samfélagmiðlum eins og við var að búast. Fá mál hreyfa meira við fólki en borgarskipulag. Í tilefni af þessum miklu viðbrögðum hefur nú verið opnað fyrir netsamráð um þessar tvær heitustu vinnutillögur á kynningarvef hverfisskipulagsins. Tilgangur netsamráðsins er að að fá fram sem skýrasta afstöðu allra aldurshópa til þessara tveggja helstu álitamála í borgarhluta 5. Slóð á netkönnun. Gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar – fyrir og eftir þéttingu byggðar.EFLA Tillögurnar settar upp í þrívíddarlíkön Til þess að kynna sér betur þessar hugmyndir, sem skiptar skoðanir hafa verið um, geta íbúar og áhugasamir nú skoðað þrívíddarlíkön af hugsanlegum uppbyggingarsvæðum bæði við Miklubraut-Háaleitisbraut og Bústaðaveg. Þrívíddarlíkönin byggja á nýrri myndatækni þar sem öflugir drónar skanna umhverfið og búa til líkön sem vinnuhugmyndunum er síðan bætt inn á. Hægt er að snúa og velta þrívíddarlíkönunum að vild og skoða þau frá öllum sjómarhornum. Líkönin sýna svæðin eins og þau eru í dag og með hugsanlegum breytingum. Sett eru inn einföld kassaform sem tákna nýjar byggingar en landi, legu vega eða stíga er ekki breytt. Þrívíddarlíkönin eru því hrá og fegra ekki aðstæður eins og oft er gert í meira unnum tillögumyndum. Slóð á Kynningarsíðuna og líkönin. Netsamráð Netsamráðið fer i gegnum hugbúnað frá finnska fyrirtækinu Maptionnaire, sem fjölmargar borgir víða um heim nota til að kanna viðhorf íbúa til álitamála í borgarskipulagi. Slóð áMaptionnaire. Allir sem búa og starfa í hverfunum fjórum í borgarhluta 5 fá nú tækifæri til að segja sínar skoðanir á þessum tveimur umdeildu skipulagshugmyndum. Opið er fyrir þetta netsamráð til 15. desember 2021 eða jafn lengi og kynning á vinnutillögum hverfisskipulags stendur yfir á netinu. Fasaskipt samráð Rétt er að nefna að þetta netsamráð er hluti af fasaskiptu samráði hverfisskipulags þar sem leitast er við að beyta fjölbreyttum samráðsaðferðum til að sem flestir geti tekið þátt óháð aldri, kyni og aðstæðum. Netsamráðið núna er hluti af öðrum fasa í samráði, en samráði hverfisskipulags er skipt upp í þrjá fasa, sjá mynd. Fasaskipt samráð hverfisskipulags sem beitt er þegar unnið er við gerð hverfiskipulags í tilteknum hverfum.Reykjavíkurborg Í fyrsta fasa liggja litlar sem engar hugmyndir fyrir en leitað er eftir því að íbúar og hagsmunaðilar segir sínar skoðanir á því sem betur mætti fara í þeirra nærumhverfi. Í öðrum fasa hafa verið mótaðar grófar hugmyndir en þá eru kynntar svokallaðar vinnutillögur líkt og gert var nýlega í Háaleiti – Bústöðum og tekið við ábendingum og athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Í þriðja fasa eru kynntar útfærðar tillögur. Þá gefst íbúum og hagsmunaaðilum aftur kostur á því að gert athugasemdir og nú með formlegum hætti við tilögur, sem borgaryfirvöld þurfa að taka fyrir og svara formlega. Íbúaþátttaka gerir borgina betri Íbúaþátttaka og samráð skiptir okkur sem sem vinnum með hverfisskipulag miklu máli. Við erum stöðugt að leita fjölbreyttra leiða til að íbúar geti sagt sínar skoðanir á borgarskipulag í þeirra nærumhverfi, því þeir eru sérfræðingar í sínum hverfum. Liður í því ferli er að kynna vinnutillögur og bjóða upp á netsamráð líkt og gert er nú Í Háaleiti- Bústöðum. Það er viðbótarskref í ferlinu til að fá fram athugasemdir og ábendingar sem flestum íbúum. Bústaðaðavegur við Grímsbæ – fyrir og eftir uppbyggingu á svæðinu.EFLA Það var ánægjulegt að upplifa hvað íbúar hafa sýnt vinnutillögum hverfiskipulags fyrir Háaleiti-Bústaði mikinn áhuga. Því viljum við hvetja sem flesta til þess að nota tækifærið og taka þátt í netsamráðinu. Sérstaklega viljum við hvetja yngri íbúa og barnafjölskyldur sem fram að þessu hafa misst af viðburðum hverfisskipulags að nota tækifærið og tjá skoðanir sínar á því hvernig þeir vilja sjá að borgin og hverfin þeirra þróist í náinni framtíð. Því markmið okkar allar er að gera borgina betri fyrir ykkur. Fræðast má meira um netkönnun á https://skipulag.reykjavik.is/. Höfundur er deildartjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun