Ósanngjarnt að svo mikið hafi verið lagt á eina manneskju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 13:01 Sigmundur Ernir er í einlægu viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild sem kom út á Vísi í dag. Mission framleiðsla „Það getur verið erfitt í sjálfu sér að ala upp barn sem þú veist ekki hvað er að. Í okkar tilfelli var ekki hægt að sjá á útlitinu fyrstu árin að hún bæri einhvern sjúkdóm með sér. Fyrir vikið var maður dæmdur, eðli málsins samkvæmt, úti í búð og á almannafæri fyrir að vera með óþekkt barn, bandbrjálað barn.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins ræddi málefni fatlaðra barna við Sigurð Jóhannesson í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild hér á Vísi. Eydís Edda frumburður Sigmundar var langveik og með þroskahömlun, en hún lést aðeins 24 ára gömul árið 2009. Það fannst aldrei rétt greining á því hvaða sjúkdóm hún hafði. „Auðvitað varð maður líka vitni að fordómum samfélagsins sem voru á vissan hátt kannski eðlilegir á þeim tíma. Það var ekki gert ráð fyrir miklum réttindum fólks með þroskahömlun og mikla fötlun. Stofnanamenningin var ennþá við lýði.“ Okkar hlutverk að berjast Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir það hvernig samfélagið hér á landi hefur breyst á stuttum tíma varðandi mannréttindi. Breytingin hófst að hans mati vegna aukinnar menntunnar, auknum kvenréttindum og afhjúpandi rannsóknarblaðamennsku. Hann segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið geri ráð fyrir öllum. Breytingar hafi orðið á samfélaginu til batnaðar en ennþá sé þó langt í land. „Baráttan heldur áfram og það eru ennþá ákveðnir fordómar gagnvart fólki með fötlun og gagnvart fólki með þroskahömlun af því að við erum ennþá að dæma þá eftir veikleikum þess. Við trúum ekki ennþá á styrkleika þess. Þetta þurfum við að laga. Þetta þurfum við að laga á hverjum einasta tíma. Við getum aldrei gefið neinn afslátt af þessu. Við sem erum heilbrigð, það er okkar hlutverk að berjast á hverjum einasta degi fyrir hönd þessa hóps.“ Klippa: Spjallið með Góðvild - Sigmundur Ernir Samfelld hrörnun frá þriggja ára aldri Í viðtalinu segir Sigmundur frá því að erfiðasta verkefni hans lífinu var að annast dótturina og breytti það honum sem manni. „Hún fæðist í ársbyrjun 1985, litli glókollurinn minn. Í fyrstu sjáum við foreldrar hennar ekki neitt, ég á Eydísi með fyrrverandi konunni minni. Hún var frumburðurinn okkar, eins velkominn í heiminn og nokkurt barn getur verið. Strax í byrjun er þetta bara skínandi fallegt barn sem virðist hafa alla hæfileika í heiminum,“ útskýrir Sigmundur. „Maður fann strax hvað það var erfitt að skipta um bleyju á barninu, hún hreyfði sig svo ört og snarpt. Hún var bara fjörleg og maður hélt í fyrstu að maður væri bara með fjörlegt barn í höndunum.“ Á öðru aldursári Eydísar byrjuðu þroskaskerðingar smám saman að koma í ljós og mikil ofvirkni. Hreyfiþroski hennar hafði verið mikill og byrjaði hún að ganga átta mánaða gömul. „En frá þriggja ára þá verður samfelld hrörnun, líkamleg og andleg.“ Samskiptin alltaf góð Sigmundur segir að þetta tímabil hafi verið mjög erfitt, dóttirin þurfti umönnun allan sólarhringinn. „Líkamlega fer henni mjög aftur á fyrstu tíu árunum. Fermingarmyndin var í rauninni síðasta myndin sem við náðum að taka af henni standandi. Eftir það er hún komin í hjólastólinn. Við urðum að verja hana með margvíslegum hætti, til dæmis með leðurhjálmi til þess að hún myndi ekki fá höfuðmeiðsli eftir hvert fallið af öðru.“ Sigmundur Ernir segir að Eydís Edda hafi kennt honum æðruleysi og einnig virðingu fyrir breidd samfélagsins.Mynd úr einkasafni Vöðvar og sinar fóru að ganga saman og þurfti að spengja bak Eydísar á unglingsárunum. „Svo missir hún málið. Þetta var allt langvarandi höfnun, fyrir hana og fyrir okkur.“ Sigmundur segir að samskiptin hafi samt alltaf verið mikil, þau hafi náð góðu samtali með augnsambandinu og brosinu. „Þetta var auðvitað mikil upplifun fyrir heimilið á allan hátt. Auðvitað venst maður þessu, þetta verður það eðlilega, þetta hversdagslega.“ Reiður, gáttaður og svekktur Sigmundur segir að fjölskyldan eigi mjög fallegar minningar frá þessum tíma, þrátt fyrir allt. „Auðvitað átti maður ótal margar stundir með sjálfum sér, eiginkonu og börnum þar sem maður fór yfir svekkelsið, að það þyrfti að leggja svona mikið á eina manneskju? Af hverju gat maður ekki fengið einhvern hluta af þessu sjálfur? Af hverju þurfti þetta að lenda allt á einni manneskju? Það er ósanngjarnt. Maður verður reiður, gáttaður og svekktur yfir því til langs tíma og er það í rauninni ennþá þótt hún sé farin.“ Þrátt fyrir óteljandi margar rannsóknir þá fékkst aldrei rétt greining á veikindum Eydísar. „Þetta var einhvers konar samblanda af ofvirkni, einhverfu, klárlega þroskahömlun og síðan þessi hrörnun sem að lokum felldi hana 24 ára gamla árið 2009. Þá var hún komin á það stig að lífsgæðin voru hverfandi.“ Eydís þurfti stöðuga umönnun síðustu árin og gat lítið hreyft sig. „Samskiptin voru fyrst og fremst í gegnum sjónina, augun. Hún þekkti mig allan tímann og það var mikils virði, það fór aldrei,“ útskýrir Sigmundur. „Þetta var mjög merkileg stund þegar hún kvaddi því ég sá þegar hún horfði á mig, að þá var hún að kveðja.“ Viðtalið Sigmund Erni má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Tengdar fréttir Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. 16. nóvember 2021 16:30 Horfði á barnið sitt og fann fyrir úrræðaleysi: „Þetta er tími sem við fáum ekki til baka“ Baráttukonan María Rut Kristinsdóttir brennur fyrir því að hjálpa fólki og þá sérstaklega jaðarsettum hópum sem henni hefur gjarnan fundist mæta afgangi í samfélaginu. María starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, ásamt því að vera einn af stofnendum Hinseginleikans, fræðsluvettvangs um hinsegin samfélagið. 2. nóvember 2021 13:31 Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. 19. október 2021 07:01 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins ræddi málefni fatlaðra barna við Sigurð Jóhannesson í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild hér á Vísi. Eydís Edda frumburður Sigmundar var langveik og með þroskahömlun, en hún lést aðeins 24 ára gömul árið 2009. Það fannst aldrei rétt greining á því hvaða sjúkdóm hún hafði. „Auðvitað varð maður líka vitni að fordómum samfélagsins sem voru á vissan hátt kannski eðlilegir á þeim tíma. Það var ekki gert ráð fyrir miklum réttindum fólks með þroskahömlun og mikla fötlun. Stofnanamenningin var ennþá við lýði.“ Okkar hlutverk að berjast Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir það hvernig samfélagið hér á landi hefur breyst á stuttum tíma varðandi mannréttindi. Breytingin hófst að hans mati vegna aukinnar menntunnar, auknum kvenréttindum og afhjúpandi rannsóknarblaðamennsku. Hann segir gríðarlega mikilvægt að samfélagið geri ráð fyrir öllum. Breytingar hafi orðið á samfélaginu til batnaðar en ennþá sé þó langt í land. „Baráttan heldur áfram og það eru ennþá ákveðnir fordómar gagnvart fólki með fötlun og gagnvart fólki með þroskahömlun af því að við erum ennþá að dæma þá eftir veikleikum þess. Við trúum ekki ennþá á styrkleika þess. Þetta þurfum við að laga. Þetta þurfum við að laga á hverjum einasta tíma. Við getum aldrei gefið neinn afslátt af þessu. Við sem erum heilbrigð, það er okkar hlutverk að berjast á hverjum einasta degi fyrir hönd þessa hóps.“ Klippa: Spjallið með Góðvild - Sigmundur Ernir Samfelld hrörnun frá þriggja ára aldri Í viðtalinu segir Sigmundur frá því að erfiðasta verkefni hans lífinu var að annast dótturina og breytti það honum sem manni. „Hún fæðist í ársbyrjun 1985, litli glókollurinn minn. Í fyrstu sjáum við foreldrar hennar ekki neitt, ég á Eydísi með fyrrverandi konunni minni. Hún var frumburðurinn okkar, eins velkominn í heiminn og nokkurt barn getur verið. Strax í byrjun er þetta bara skínandi fallegt barn sem virðist hafa alla hæfileika í heiminum,“ útskýrir Sigmundur. „Maður fann strax hvað það var erfitt að skipta um bleyju á barninu, hún hreyfði sig svo ört og snarpt. Hún var bara fjörleg og maður hélt í fyrstu að maður væri bara með fjörlegt barn í höndunum.“ Á öðru aldursári Eydísar byrjuðu þroskaskerðingar smám saman að koma í ljós og mikil ofvirkni. Hreyfiþroski hennar hafði verið mikill og byrjaði hún að ganga átta mánaða gömul. „En frá þriggja ára þá verður samfelld hrörnun, líkamleg og andleg.“ Samskiptin alltaf góð Sigmundur segir að þetta tímabil hafi verið mjög erfitt, dóttirin þurfti umönnun allan sólarhringinn. „Líkamlega fer henni mjög aftur á fyrstu tíu árunum. Fermingarmyndin var í rauninni síðasta myndin sem við náðum að taka af henni standandi. Eftir það er hún komin í hjólastólinn. Við urðum að verja hana með margvíslegum hætti, til dæmis með leðurhjálmi til þess að hún myndi ekki fá höfuðmeiðsli eftir hvert fallið af öðru.“ Sigmundur Ernir segir að Eydís Edda hafi kennt honum æðruleysi og einnig virðingu fyrir breidd samfélagsins.Mynd úr einkasafni Vöðvar og sinar fóru að ganga saman og þurfti að spengja bak Eydísar á unglingsárunum. „Svo missir hún málið. Þetta var allt langvarandi höfnun, fyrir hana og fyrir okkur.“ Sigmundur segir að samskiptin hafi samt alltaf verið mikil, þau hafi náð góðu samtali með augnsambandinu og brosinu. „Þetta var auðvitað mikil upplifun fyrir heimilið á allan hátt. Auðvitað venst maður þessu, þetta verður það eðlilega, þetta hversdagslega.“ Reiður, gáttaður og svekktur Sigmundur segir að fjölskyldan eigi mjög fallegar minningar frá þessum tíma, þrátt fyrir allt. „Auðvitað átti maður ótal margar stundir með sjálfum sér, eiginkonu og börnum þar sem maður fór yfir svekkelsið, að það þyrfti að leggja svona mikið á eina manneskju? Af hverju gat maður ekki fengið einhvern hluta af þessu sjálfur? Af hverju þurfti þetta að lenda allt á einni manneskju? Það er ósanngjarnt. Maður verður reiður, gáttaður og svekktur yfir því til langs tíma og er það í rauninni ennþá þótt hún sé farin.“ Þrátt fyrir óteljandi margar rannsóknir þá fékkst aldrei rétt greining á veikindum Eydísar. „Þetta var einhvers konar samblanda af ofvirkni, einhverfu, klárlega þroskahömlun og síðan þessi hrörnun sem að lokum felldi hana 24 ára gamla árið 2009. Þá var hún komin á það stig að lífsgæðin voru hverfandi.“ Eydís þurfti stöðuga umönnun síðustu árin og gat lítið hreyft sig. „Samskiptin voru fyrst og fremst í gegnum sjónina, augun. Hún þekkti mig allan tímann og það var mikils virði, það fór aldrei,“ útskýrir Sigmundur. „Þetta var mjög merkileg stund þegar hún kvaddi því ég sá þegar hún horfði á mig, að þá var hún að kveðja.“ Viðtalið Sigmund Erni má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Börn og uppeldi Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Tengdar fréttir Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. 16. nóvember 2021 16:30 Horfði á barnið sitt og fann fyrir úrræðaleysi: „Þetta er tími sem við fáum ekki til baka“ Baráttukonan María Rut Kristinsdóttir brennur fyrir því að hjálpa fólki og þá sérstaklega jaðarsettum hópum sem henni hefur gjarnan fundist mæta afgangi í samfélaginu. María starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, ásamt því að vera einn af stofnendum Hinseginleikans, fræðsluvettvangs um hinsegin samfélagið. 2. nóvember 2021 13:31 Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. 19. október 2021 07:01 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Sjá meira
Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. 16. nóvember 2021 16:30
Horfði á barnið sitt og fann fyrir úrræðaleysi: „Þetta er tími sem við fáum ekki til baka“ Baráttukonan María Rut Kristinsdóttir brennur fyrir því að hjálpa fólki og þá sérstaklega jaðarsettum hópum sem henni hefur gjarnan fundist mæta afgangi í samfélaginu. María starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, ásamt því að vera einn af stofnendum Hinseginleikans, fræðsluvettvangs um hinsegin samfélagið. 2. nóvember 2021 13:31
Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. 19. október 2021 07:01