Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2021 22:07 Um þarsíðustu helgi kom upp tilfelli þar sem eigendur slasaðs smáhunds náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna. Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún. Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira
Dýraeigendur lentu í því að þeir náðu ekki í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um þarsíðustu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við konu sem reyndi endurtekið að hringja í neyðarnúmerið vegna slasaðs smáhunds en enginn svaraði símanum. Eftir að hafa hringt í fjölda dýralækna á höfuðborgarsvæðinu fékkst einn til að taka við hundinum sem var á endanum svæfður. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem ríkið greiðir fyrir. Á höfuðborgarsvæðinu er einn læknir fyrir smádýr en annar fyrir stærri dýr, að því er kom fram í frétt Vísis í gær. Bára Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sagði mikið álag á dýralækna á neyðarvakt í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Oft fái þeir ekki eina klukkustund í svefn þegar þeir taki helgarvakt. Hún sagðist vel geta ímyndað sér að fleiri dæmi séu um að dýraeigendur nái ekki sambandi við lækni á neyðarvakt sem ekki rati í fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega alveg óboðlegt að dýraeigandi sem reynir að ná í dýralækni fái ekki hjálp. Það er alveg svakalega vont á upplifa það,“ sagði Bára um málin sem komu upp um þarsíðustu helgi. Þeir sem hlaupa undir bagga fá ekkert greitt Hluti af vandanum væri að dýraeigendur viti ekki hvert þeir eigi að hringja í neyðartilfellum. Dýralæknar þurfi að vera duglegir við að skilja eftir skilaboð á símsvara ef þeir veiti ekki bráðaþjónustu. Stærsti vandinn sé að fleiri dýralækni þurfi á vakt. Dýralæknir á neyðarvakt geti lent í því að þurfa að sinna burðarhjálp í nokkrar klukkustundir og á meðan sé enginn tiltækur. Enginn sinni neyðarvakt í sjálfboðavinnu og því sé þörf sé á meira fjármagni frá því opinbera, að sögn Báru. „Allt sem kostar peninga er erfitt, eins og við vitum,“ sagði hún. Engin varaáætlun er til staðar ef dýralæknir á neyðarvakt er ekki tiltækur. Bára sagði að sumir dýralæknar reyni að hafa einhvern til liðsauka ef þeir eru uppteknir. Sá sem hleypur undir bagga með þeim sem er á neyðarvakt fái hins vegar ekker greitt. Draumaframtíðin er að dýraspítali geti verið opinn allan sólarhringinn, að mati Báru. Það kosti hins vegar peninga og enginn dýraspítali geti tekið að sér slíka þjónustu og haldið úti vöktum eins og er. „Það þarf að vera eitthvað samtaka átak sem færi þar af stað,“ sagði hún.
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi Sjá meira