Samningar undirritaðir um breikkun í Lækjarbotnum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2021 17:34 Svona á Lækjarbotnabrekkan að líta út næsta haust, gangi áformin eftir. Vegagerðin Samningar um tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur voru undirritaðir hjá Vegagerðinni í dag. Verkinu seinkar um fjóra mánuði þar sem lengri tíma tók að fá framkvæmdaleyfi en búist var við. Vegagerðin gekk til samninga við læstbjóðendur, Jarðval sf. og Bjössa ehf., í Kópavogi. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Árni Snær Kristjánsson, frá Bjössa ehf., Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Árni Geir Eyþórsson, frá Jarðvali sf., að lokinni undirskrift síðdegis.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson Tilboðin voru opnuð þann 13. júlí í sumar. Miðað við það hefðu verksamningar átt að geta verið klárir í ágústmánuði og verkið að geta hafist fyrir haustið. Vegagerðin skammtaði enda nauman verktíma og átti verkinu að vera að fullu lokið 31. mars 2022. „Verklok áttu að vera í mars en færast aftur til júlí,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og segir skýringuna á seinkuninni þá að lengri tíma hafi tekið að fá framkvæmdaleyfi en Vegagerðin áætlaði. Það lúti mest að skipulagsmálum. Vegurinn verður breikkaður milli Fossvalla og Gunnarhólma.Vegagerðin Suðurlandsvegur næst Reykjavík er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og aðeins með eina akrein í hvora átt á tíu kílómetra löngum kafla milli Rauðavatns og Fossvalla, ef frá er talin klifurrein í Lögbergsbrekku. Þá eru akreinar á þessum kafla ekki aðskildar með vegriði né umferðareyju. „Vinna á verkstað ætti að fara fljótlega af stað, mér skilst að það séu jafnvel komin tæki á staðinn,“ segir G. Pétur. Frétt Stöðvar 2 í sumar um verkið má sjá hér: Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Kópavogur Tengdar fréttir Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31 Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Vegagerðin gekk til samninga við læstbjóðendur, Jarðval sf. og Bjössa ehf., í Kópavogi. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Árni Snær Kristjánsson, frá Bjössa ehf., Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Árni Geir Eyþórsson, frá Jarðvali sf., að lokinni undirskrift síðdegis.Vegagerðin/G. Pétur Matthíasson Tilboðin voru opnuð þann 13. júlí í sumar. Miðað við það hefðu verksamningar átt að geta verið klárir í ágústmánuði og verkið að geta hafist fyrir haustið. Vegagerðin skammtaði enda nauman verktíma og átti verkinu að vera að fullu lokið 31. mars 2022. „Verklok áttu að vera í mars en færast aftur til júlí,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og segir skýringuna á seinkuninni þá að lengri tíma hafi tekið að fá framkvæmdaleyfi en Vegagerðin áætlaði. Það lúti mest að skipulagsmálum. Vegurinn verður breikkaður milli Fossvalla og Gunnarhólma.Vegagerðin Suðurlandsvegur næst Reykjavík er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og aðeins með eina akrein í hvora átt á tíu kílómetra löngum kafla milli Rauðavatns og Fossvalla, ef frá er talin klifurrein í Lögbergsbrekku. Þá eru akreinar á þessum kafla ekki aðskildar með vegriði né umferðareyju. „Vinna á verkstað ætti að fara fljótlega af stað, mér skilst að það séu jafnvel komin tæki á staðinn,“ segir G. Pétur. Frétt Stöðvar 2 í sumar um verkið má sjá hér:
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Kópavogur Tengdar fréttir Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31 Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði. 13. júlí 2021 21:31
Ein fjölfarnasta brekka hringvegarins breikkuð Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Suðurlandsvegar á þriggja kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir næsta vor. 28. júní 2021 22:22