Jólin verða blótuð undir berum himni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. nóvember 2021 07:00 Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu. vísir/rúnar Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár. „Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“ Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“
Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira