Jólin verða blótuð undir berum himni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. nóvember 2021 07:00 Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu. vísir/rúnar Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár. „Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“ Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
„Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með félagsaðstöðu með bráðabirgðabyggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jólablótið okkar sem er á vetrarsólstöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ásdísardóttir goði. Fyrsta skóflustungan að nýju hofi Ásatrúarfélagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en framkvæmdin hefur tafist verulega og farið fram úr kostnaðaráætlun. Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend Hofið sjálft, þar sem trúarathafnir ásatrúarmanna fara fram, er þó tilbúið þó það vanti reyndar vissulega þakið á hvelfinguna. „Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni framtíð. Ég ætla ekki að ákveða hvenær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala. Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend Og í þetta fara félagsgjöld Ásatrúarmanna því að langmestu leyti. Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tífaldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár. Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum Þakleysi nýja hofsins stoppar Ásatrúarmenn þó ekki í blótskapnum. Það snjóar ansi mikið á okkur núna… „Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í aðventu og við erum að fara inn í jólatímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fallegri snjókomu hérna inn núna,“ segir goðinn. Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki? „Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upphafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi nálægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykjavík.“
Trúmál Jól Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira