Umhverfisvænir jólasveinar Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifa 29. nóvember 2021 15:00 Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umhverfismál Jólasveinar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna. Plánetan okkar er í vanda, haugar af notuðum fatnaði Vesturlandabúa enda sem mengandi úrgangur í Afríku, jöklarnir bráðna, plastmengun er ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar, örplast endar í meltingarvegi sjávardýra og þar með í fæðu okkar, Sorpu berast 600 tonn af úrgangi á degi hverjum. Hvað geta jólasveinarnir gert í þessu? Margt smátt gerir eitt stórt og jólasveinar geta lagt sitt af mörkum eins og aðrir. Gott er að spyrja sig áður en skógjöf er valin hvort hún sé skynsamleg út frá umhverfisverndarsjónarmiðum og hvort hún muni raunverulega nýtast barninu eða lenda beint í ruslinu eftir skamma stund. Við hvetjum jólasveinana til að leita eftir umhverfisvænum vörum og velja umhverfisvænni kostinn ef tveir eða fleiri eru í boði. Gott væri að verslanir huguðu sérstaklega að umhverfisvænum vörum sem gefa má í skóinn og vektu athygli jólasveina á þeim. Skógjafir sem hvetja til samveru fjölskyldunnar geta verið umhverfisvænar, óvissuferð í boði jólasveinsins, útivistarbingó, ratleikur, efni í jólaföndur, pappír, litir eða uppskrift að trölladeigi, kökuform og uppskrift að jólasmákökum sem fjölskyldan bakar saman. Ef gefnir eru hlutir eða fatnaður má finna notað og velja eitthvað sem barnið vantar. Um að gera að nýta nytjamarkaði og loppuverslanir og svo getur verið sniðugt að skiptast á notuðum leikföngum eða öðru slíku við aðrar jólasveinafjölskyldur. Vinnustaðir geta komið upp jólasveinaborði þar sem er að finna hentuga notaða hluti, þú kemur með einn hlut og tekur annan. Matvara eins og mandarínur, framandi ávextir, piparkökur eða aðrar smákökur, drykkur og sælgæti á nammidögum er tilvalið. Ef velja á dót er sniðugt að kaupa kassa með einhverju sem hægt er að skipta í nokkrar gjafir eins og kubba eða púsluspil. Hluti af eftirvæntingunni er þá að bíða eftir næsta púsli. Auðvitað hafa jólasveinar það svo í huga að stilla skógjöfum í hóf svo ekki verði um erfiðan samanburð að ræða í skólanum eða leikskólanum. Fyrir umhverfisvæna jólasveina viljum við benda á eftirtaldar síður sem innihalda góð ráð og hugmyndir. Færni til framtíðar á Facebook www.landvernd.is www.graenskref.is Börnin okkar munu erfa landið/heiminn. Þau eiga það inni hjá okkur að skilja eins vel við og okkur er mögulegt svo við bætum ekki enn á þau krefjandi verkefni sem þau munu standa frammi fyrir á þessu sviði. Nóg er það nú samt. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK – samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Bryndís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun