Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:00 Petr Baumruk í sjónvarpsviðtali eftir að hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2000. Skjámynd/S2 Sport Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka
Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira