Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:00 Petr Baumruk í sjónvarpsviðtali eftir að hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2000. Skjámynd/S2 Sport Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka
Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira