Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2021 06:39 Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum eða takmarka komur vegna Ómíkrón. AP/Hiro Komae Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins. Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, sagði að frá og með morgundeginum yrði erlendum ferðamönnum bannað að koma til landsins. Þá myndu Japanir hefja örvunarbólusetningar í næsta mánuði, fyrst hjá eldra fólki og heilbrigðisstarfsmönnum. Um 76 prósent Japana eru fullbólusettir. Stjórnvöld í Ísrael hafa einnig lokað landamærum sínum og þá hefur verið gripið til ferðatakmarkana í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Kanada, þar sem aðgerðirnar beinast gegn ferðalöngum frá suðurhluta Afríku. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þar sem afbrigðið fannst fyrst, hefur gagnrýnt viðbrögð ofangreindra ríkja og hvatt þau til að aflétta ferðatakmörkunum áður en að meiri skaði hlýst af. Stjórnvöld í Suður-Afríku, auk fjölda sérfræðinga, hafa varað við því að Suðurafríkumönnum sé refsað fyrir að gera hið rétta, það er að segja greina frá nýju afbrigði, og segja slíkar aðgerðir geta fælt ríki frá því að deila mikilvægum uppýsingum. Matshidiso Moeti, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Afríku, sagði aðgerðirnar aðför að samstöðu heimsbyggðarinnar, ekki síst nú þegar afbrigðið hefði greinst víða um heim. Afbrigðið hefur fundist í um tólf löndum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Sérfræðingar telja líklegt að bólusetningar muni veita að minnasta kosti einhverja vörn gegn Ómíkrón en það muni taka um tvær vikur í viðbót að afla frekari upplýsinga um hinar fjölmörgu stökkbreytingar afbrigðisins.
Ferðalög Japan Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira