Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 13:30 Ný ríkisstjórn mun væntanlega líta dagsins ljós á morgun. Vísir/Vilhelm Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans. Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35