Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 13:30 Ný ríkisstjórn mun væntanlega líta dagsins ljós á morgun. Vísir/Vilhelm Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans. Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35