Segir traustið til Ísteka brostið Telma Tómasson skrifar 26. nóvember 2021 17:09 Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands, Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna fóru yfir málin í Pallborðinu í dag. Vísir/Ragnar Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli. Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli.
Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira