Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:08 Ríkisstjórnarfundur um hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33
Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00