Galli í tillögu Svandísar hefði getað leitt til uppkosninga alls staðar nema í NV Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:08 Ríkisstjórnarfundur um hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hefði Alþingi hafnað tillögu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi í heild sinni í gær hefði þurft að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samkvæmt þeim uppgötvaðist galli í tillögu Svandísar og Þórunnar Sveinbjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar skömmu áður en taka átti hana fyrir. Var þinghlé lengt um klukkustund og fór svo að aðeins hluti tillögunnar var borin upp. Tillögur kjörbréfanefndar vegna annmarka á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi voru teknar fyrir af Alþingi í gær. Tillögurnar voru þrjár: að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu, að staðfesta kjörbréf allra þingmanna utan þeirra í Norðvesturkjördæmi og boða til nýrra kosninga þar, og að staðfesta kjörbréf allra þingmanna og boða hvergi til nýrra kosninga. Síðasta tillagan var að lokum samþykkt og verður ekki boðað til uppkosninga í neinu kjördæmi. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Vandamál kom þó upp á þingfundinum samkvæmt heimildum fréttastofu, sem stóð yfir frá klukkan 13 til 18. Taka átti tveggja tíma fundarhlé, til klukkan 20, áður en atkvæði yrðu greidd en fundarhléð framlengdist um klukkustund vegna galla sem uppgötvuðust á tillögu Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Hefðu bara samþykkt þingmenn Norðvesturkjördæmis með höfnun tillögunnar Tillaga þeirra var sú að kosningar í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður teldust gildar en að kosningar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Byrjað var á því að greiða atkvæði um tillöguna sem gekk lengst, tillögu Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem lagði til að ekkert kjörbréfa yrði staðfest og boðað yrði til nýrra kosninga í öllum kjördæmum. Þeirri tillögu var hafnað af þinginu. Næst voru greidd atkvæði um tillögu Svandísar og Þórunnar. Hefði hún verið tekin fyrir í heild sinni, og henni hafnað hefðu í raun öllum kjörbréfum utan þeirra sem gefin voru út í Norðvesturkjördæmi, verið hafnað. Því hefði ekkert staðið eftir fyrir næstu tillögu, tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að staðfesta öll kjörbréf, en að þingið staðfesti kjörbréf sextán þingmanna. Þingfundi frestað og þingflokksformenn boðaðir á skyndifund Þá hefði þingið neyðst til að boða til uppkosninga í öllum kjördæmum nema í Norðvesturkjördæmi. Það fór þó ekki svo og var klukkutíma bætt við þinghlé eftir að starfsmenn þingsins uppgötvuðu galla tillögunnar, samkvæmt heimildum Vísis. Boðað var til fundar þingflokksformanna þar sem málin voru rædd. Tekin var ákvörðun um að greiða aðeins atkvæði um um fyrri hluta tillögunnar, að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi teldust ógildar. Tillagan, um að ógilda kosningar í Norðvesturkjördæmi, var felld með 42 atkvæðum. Var því í raun bara eftir að greiða atkvæði um tillögu meirihluta kjörbréfanefndar, um að staðfesta öll kjörbréf, sem var að lokum samþykkt.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33
Kosningar og staðfesting kjörbréfa Samkvæmt stjórnarskránni eru alþingismenn eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Í dag reynir mikið á þetta ákvæði, því umfjöllunarefnið á Alþingi í dag, þá loksins það kemur saman, varðar lýðræðið sjálft, fjöreggið sem sýnir vald fólksins í landinu. 25. nóvember 2021 19:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent