Thor Thors – fulltrúi smáþjóðar á vettvangi alþjóðastjórnmála Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun