Naloxone bjargar mannslífum Kristín Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 22:50 Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Fíkn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar