Naloxone bjargar mannslífum Kristín Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 22:50 Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Fíkn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þann 24.nóvember sl. gerði Lára G. fentanyl faraldurinn í Bandaríkjunum að umtalsefni sínu í Bakþönkum Fréttablaðsins. Hún segist hugsa til þess með hryllingi að þessi faraldur nái fótfestu hérlendis líkt og það sé eitthvað fjarlægt sem eigi sér aðeins stað í útlöndum. Það er vissulega ánægjulegt að fólk veki máls á þessu viðfangsefni og því langar mig að taka boltann og fara yfir nokkrar staðreyndir þessu tengdar. Við sem vinnum með einstaklingum sem tilheyra þeim jaðarsetta hópi sem notar vímuefni að staðaldri vitum öll að fentanyl hefur fyrir löngu náð fótfestu hérlendis og valdið fjölda ótímabærra dauðsfalla. Síðasti faraldur sem skók samfélagið var í byrjum þessa árs og var m.a. fjallað um hann í viðtali við Hrafnhildi Ólöfu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðing og deildarstjóra hjá Reykjavíkurborg, sem vakti þá máls á mikilvægi þess að auka aðgengi allra að lyfinu Naloxone sem upphefur öndunarbælandi áhrif morfínskyldra lyfja. Lyfið er lífsbjargandi og ætti að vera aðgengilegt öllum enda í raun ómögulegt að misnota lyfið á nokkurn hátt – þess ber einnig að geta að sé lyfið gefið að óþörfu er það viðkomandi að meinalausu. Víða um heim hefur aðgengi að lyfinu batnað til muna en hérlendis er enn gerð sú krafa að lyfið sé skrifað út af lækni á kennitölu einstaklings sem, eðli málsins samkvæmt, heftir aðgang þeirra sem mest þurfa á því að halda að því – nefnilega notendunum sjálfum. Það að einstaklingar sem nota morfín og morfínskyld lyf hafi óheftan aðgang að Naloxon nefúða skiptir sköpum þegar ofskömmtun á sér stað. Líkt og dæmin hafa sýnt, jafnt hérlendis sem og erlendis, þá er það alls konar fólk sem notar, og misnotar, þessi lyf og það gerir það við hinar ýmsu aðstæður á hinum ýmsu stöðum. Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stigum samfélagsins. Það að vera með Naloxon nefúða á sér og geta gefið meðvitundarlausum einstaklingi, hvort sem það er eldri borgari sem hnígur niður úti á götu eða ungmenni á næturklúbbi, ætti því í raun að vera sjálfsagður hlutur. Mikil notkun morfínskyldra lyfja, þ.á.m. fentanyls á hér á landi er staðreynd og nota Íslendingar mest allra norðurlandaþjóðanna. Reynslan hefur sýnt okkur að það er hægara sagt en gert að koma í veg fyrir og/eða að stöðva þessa notkun. Við getum hins vegar beitt skaðaminnkandi inngripum til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og/eða óafturkræfan skaða af völdum þeirra. Árlega láta að meðaltali 29 manns lífið á Íslandi af völdum lyfja. Undanfarin ár hefur fjöldinn þó verið töluvert hærri og árið 2020 var fjöldi lyfjatengdra dauðsfalla á Íslandi 37 sem þýðir 8,9 einstaklinga á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að 7 einstaklingar létu lífið í umferðinni það ár. Ef það að dreifa Naloxone nefúða til þeirra sem það þurfa getur dregið úr þessum fjölda þá er til mikils að vinna. Ennfremur er mikilvægt að hafa í huga að þessar tölur eiga bara við um þá sem hafa látist. Fjöldi þeirra einstaklinga sem náðst hefur að endurlífga en hlotið hafa varanlegan skaða kemur hvergi fram. Á meðal lykil markmiða skaðaminnkandi inngripa er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og lágmarka óafturkræfan skaða. Skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiður, hefur alla burði og vilja til þess að dreifa lyfinu til þeirra sem það þurfa en sökum reglugerða og kostnaðar hefur það ekki enn náð fram að ganga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun