Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 16:34 Brandenburg auglýsingastofa á ráðstefnu ÍMARK. Aðsent Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. Brandenburg var valin auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK sem haldin var á Grand hótel Reykjavík í gær. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur nafnbótina og sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, var að vonum ánægður. „Þetta er sannkallaður heiður. Ég er stoltur af starfsfólki stofunnar sem hefur lagt mikið á sig á krefjandi tímum og öllum okkar frábæru viðskiptavinum,“ segir Ragnar. „Það er sérstaklega gleðilegt að sjá að við erum ekki aðeins að mælast hæst fyrir það sem snýr að árangursdrifnum hugmyndum. Aukin áhersla á ráðgjöf, stefnumótun og vörumerkjastrategíu er líka að skila sér því við skorum hæst í öllum þáttum sem liggja matinu til grundvallar í valinu á auglýsingastofu ársins. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og við merkjum aukin umsvif á meðal okkar viðskiptavina. Það er margsannað í rannsóknum að við svona aðstæður þarf að setja aukinn kraft í markaðsmálin til að ná árangri. Þannig að við erum bjartsýn fyrir næsta ár enda trúum við því að það verði alltaf eftirspurn eftir góðum hugmyndum. Svo má líka bæta því við að Brandenburg er að verða tíu ára svo þessi nafnbót kemur á skemmtilegum tíma.“ Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um samfélagsmiðla, birtingar og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. 31. maí 2021 15:06 Krista ráðin til Brandenburg Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 17. nóvember 2021 11:23 Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. 8. nóvember 2021 20:13 Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar. 4. nóvember 2021 08:33 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Brandenburg var valin auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK sem haldin var á Grand hótel Reykjavík í gær. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur nafnbótina og sem fyrr eru það markaðsstjórar íslenskra fyrirtækja sem kjósa. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburgar, var að vonum ánægður. „Þetta er sannkallaður heiður. Ég er stoltur af starfsfólki stofunnar sem hefur lagt mikið á sig á krefjandi tímum og öllum okkar frábæru viðskiptavinum,“ segir Ragnar. „Það er sérstaklega gleðilegt að sjá að við erum ekki aðeins að mælast hæst fyrir það sem snýr að árangursdrifnum hugmyndum. Aukin áhersla á ráðgjöf, stefnumótun og vörumerkjastrategíu er líka að skila sér því við skorum hæst í öllum þáttum sem liggja matinu til grundvallar í valinu á auglýsingastofu ársins. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og við merkjum aukin umsvif á meðal okkar viðskiptavina. Það er margsannað í rannsóknum að við svona aðstæður þarf að setja aukinn kraft í markaðsmálin til að ná árangri. Þannig að við erum bjartsýn fyrir næsta ár enda trúum við því að það verði alltaf eftirspurn eftir góðum hugmyndum. Svo má líka bæta því við að Brandenburg er að verða tíu ára svo þessi nafnbót kemur á skemmtilegum tíma.“ Hjá Brandenburg starfa tæplega 40 sérfræðingar á sviði vörumerkjaráðgjafar, hönnunar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um samfélagsmiðla, birtingar og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. 31. maí 2021 15:06 Krista ráðin til Brandenburg Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 17. nóvember 2021 11:23 Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. 8. nóvember 2021 20:13 Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar. 4. nóvember 2021 08:33 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
„Ég er spennt að takast á við nýjar áskoranir“ „Ég er náttúrulega frekar ný í þessum leik þannig margt er að koma á óvart. Það sem kemur alltaf hvað mest á óvart er hvað það leynast margir laumumeistarar út um allt,“ segir Birna Másdóttir um nýjustu þáttaröðina af GYM sem nú eru í sýningu. 31. maí 2021 15:06
Krista ráðin til Brandenburg Grafíski hönnuðurinn Krista Hall hefur verið ráðin til starfa hjá Brandenburg auglýsingastofu. 17. nóvember 2021 11:23
Uggandi yfir takmörkunum en stefna á notkun hraðprófa Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima hljómsveitarinnar Baggalúts, segir nýjustu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda setja sívinsæla jólatónleikaröð sveitarinnar í talsvert uppnám. Jólatónleikar sveitarinnar eru ómissandi hluti aðventunnar hjá fjölda Íslendinga, en engir tónleikar fóru fram í fyrra vegna samkomutakmarkana. 8. nóvember 2021 20:13
Þrír nýir stjórnendur hjá Brandenburg Þrír hönnuðir auglýsingastofunnar Brandenburg hafa verið gerðir að stjórnendum. Í tilkynningu segir að breytingin sé liður í því að styrkja listræna stjórnun stofunnar enn frekar. 4. nóvember 2021 08:33