Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 12:20 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ferðagjöfinni var miðlað til landsmanna með smáforriti fyrirtækisins YAY og ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisrannsókn vegna fjölda ábendinga um að krafist væri umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum við notkun gjafarinnar. Persónuvernd hefur nú sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um sjö milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir vegna málsins. Í ákvörðun Persónuverndar segir að sektirnar séu lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi upplýsinga í smáforritinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir brotin alvarleg. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Ríkisstjórnarfundur í RáðherrabústaðnumFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá hafi YAY fyrir mistök aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins. Helga segir þetta stóralvarlegan þátt málsins. „Þarna voru undir í rauninni staðsetningarupplýsingar um notendur, staða nets viðkomandi, það hefði verið hægt að komast að myndavél, skjalastjórn og hljóðstillingum, dagatali viðkomandi og tengiliðaskrá. Einnig stöðu síma og hljóðnema til upptöku. Og svo framvegis. Þannig þetta er bara gríðarlega alvarlegt þegar ekki er betur vandað til verka.“ Við rannsókn málsins hafi þó komið í ljós að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar hafi ekki verið notaðar. „Þessar upplýsingar sem var aflað um kyn og aldur án lagaheimildar - því var hætt um leið og upp komst að verið væri að afla þeirra. Þannig að þetta forrit á að vera í lagi núna. En eins og sést af lestri þessarar ákvörðunar var víða pottur brotinn.“ Helga segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytið ekki hafa ráðfært sig við Persónuvernd á neinu stigi málsins og brugðist allt of seint við ábendingum. „Það að ráðuneyti nýsköpunarmála á Íslandi viðhafi svona vinnubrögð er miður,“ segir Helga. Hér má lesa ákvörðun Persónuverndar. Persónuvernd Stjórnsýsla Stafræn þróun Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Ferðagjöfinni var miðlað til landsmanna með smáforriti fyrirtækisins YAY og ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisrannsókn vegna fjölda ábendinga um að krafist væri umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum við notkun gjafarinnar. Persónuvernd hefur nú sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um sjö milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir vegna málsins. Í ákvörðun Persónuverndar segir að sektirnar séu lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi upplýsinga í smáforritinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir brotin alvarleg. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Ríkisstjórnarfundur í RáðherrabústaðnumFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá hafi YAY fyrir mistök aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins. Helga segir þetta stóralvarlegan þátt málsins. „Þarna voru undir í rauninni staðsetningarupplýsingar um notendur, staða nets viðkomandi, það hefði verið hægt að komast að myndavél, skjalastjórn og hljóðstillingum, dagatali viðkomandi og tengiliðaskrá. Einnig stöðu síma og hljóðnema til upptöku. Og svo framvegis. Þannig þetta er bara gríðarlega alvarlegt þegar ekki er betur vandað til verka.“ Við rannsókn málsins hafi þó komið í ljós að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar hafi ekki verið notaðar. „Þessar upplýsingar sem var aflað um kyn og aldur án lagaheimildar - því var hætt um leið og upp komst að verið væri að afla þeirra. Þannig að þetta forrit á að vera í lagi núna. En eins og sést af lestri þessarar ákvörðunar var víða pottur brotinn.“ Helga segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytið ekki hafa ráðfært sig við Persónuvernd á neinu stigi málsins og brugðist allt of seint við ábendingum. „Það að ráðuneyti nýsköpunarmála á Íslandi viðhafi svona vinnubrögð er miður,“ segir Helga. Hér má lesa ákvörðun Persónuverndar.
Persónuvernd Stjórnsýsla Stafræn þróun Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira