Leggja til að fallið verði frá tillögu sem heimilar háhýsin á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2021 10:40 Húsfyllir var á fundi á Akureyri árið 2019 þar sem íbúar fengu kynningu á hugmyndunum að uppbyggingu á reitnum. Vísir/Tryggvi Páll Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fallið verði frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar, sem verið hefur í brennidepli undanfarin ár vegna hugmynda um byggingu háhýsa á Gránufélagsreitnum svokallaða. Þá mælir skipulagsráðið einnig með því að að málefni uppbyggingar á Oddeyrinni verði tekin til umræðu að nýju að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í gær. Hitamál í bænum Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu á Oddeyrinni eftir að byggingarverktakinn SS Byggir kynnti árið 2019 hugmyndir um nokkur háhýsi á reit á Oddeyrinni, svokölluð Gránufélagsreit. Mikil umræða skapaðist um hugmyndirnar og sitt sýndist hverjum. Fór það svo að ákveðið var að efna til íbúakosningu um skipulag á svæðinu á þessu ári. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Fór það svo að 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. Í öðru sæti kom auglýst breytingatillaga þar sem hús geta verið sex til átta hæðir með átján prósent atkvæða og því næst málamiðlunartillaga með fimm til sex hæða húsum að hámarki með fjórtán prósent atkvæða. Eitt prósent þátttakenda tóku ekki afstöðu. Aftur á byrjunarreit Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði fulltrúi SS Byggis í viðtali við Vísi að fyrirtækið myndi ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Segja má því að málið sé að nálgast það að komast aftur á byrjunarreit. Var það tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrarbæjar í gær þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fallið yrði frá auglýstri tillögu á breytingu á aðalskipulagi á Oddeyrinni. Þá mælir ráðið einnig með því að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Bókun ráðsins: Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulag Akureyri Tengdar fréttir Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00 Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Þá mælir skipulagsráðið einnig með því að að málefni uppbyggingar á Oddeyrinni verði tekin til umræðu að nýju að loknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bókun sem ráðið samþykkti á fundi sínum í gær. Hitamál í bænum Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða uppbyggingu á Oddeyrinni eftir að byggingarverktakinn SS Byggir kynnti árið 2019 hugmyndir um nokkur háhýsi á reit á Oddeyrinni, svokölluð Gránufélagsreit. Mikil umræða skapaðist um hugmyndirnar og sitt sýndist hverjum. Fór það svo að ákveðið var að efna til íbúakosningu um skipulag á svæðinu á þessu ári. Reiturinn sem um ræðir er afmarkaður með rauðu.Mynd/Akureyrarbær Fór það svo að 67 prósent þátttakenda greiddu atkvæði með gildandi skipulagi, þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. Í öðru sæti kom auglýst breytingatillaga þar sem hús geta verið sex til átta hæðir með átján prósent atkvæða og því næst málamiðlunartillaga með fimm til sex hæða húsum að hámarki með fjórtán prósent atkvæða. Eitt prósent þátttakenda tóku ekki afstöðu. Aftur á byrjunarreit Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði fulltrúi SS Byggis í viðtali við Vísi að fyrirtækið myndi ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. Segja má því að málið sé að nálgast það að komast aftur á byrjunarreit. Var það tekið fyrir í skipulagsráði Akureyrarbæjar í gær þar sem samþykkt var að leggja til við bæjarstjórn að fallið yrði frá auglýstri tillögu á breytingu á aðalskipulagi á Oddeyrinni. Þá mælir ráðið einnig með því að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Bókun ráðsins: Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Með vísun í niðurstöðu íbúakönnunar leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að falla frá auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Oddeyri. Er mælt með að málefni uppbyggingar á Oddeyri verði tekin til umræðu að nýju að loknum kosningum og þegar bæjarstjórn metur hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið, sbr. ákvæði 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulag Akureyri Tengdar fréttir Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00 Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Ekki gaman að horfa á iðnaðarsvæði í niðurníðslu út um gluggann Byggingaverktakinn SS Byggir hyggst ekki koma að uppbyggingu á Oddeyri á Akureyri eftir að tillögum um breytingar á aðalskipulagi var hafnað í íbúakosningu. 14. ágúst 2021 08:00
Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17. mars 2021 00:00
Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1. júní 2021 10:33