Neitað um öryggisvottun vegna líkamsárásardóms sem hann greindi ekki frá í umsókn Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2021 07:01 Utanríkisráðuneytið telur að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga þegar manninum var synjað um öryggisvottun. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um að synja manni um svokallaða öryggisvottun sökum ellefu ára gamals líkamsárásardóms yfir umsækjandanum sem hann greindi ekki frá í umsókn sinni. Maðurinn fór þess á leit við ríkislögreglustjóra í nóvember 2019 að fá öryggisvottun sem hann þarfnaðist starfa sinna vegna þar sem hann þurfti óheftan aðgang að vinnusvæði vegna tölvukerfa, verkferla og gagna sem starfið krefst aðgangs að. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo í febrúar 2020 að til stæði að synja manninum um öryggisvottunar á grundvelli varnarmálalaga eftir bakgrunnsskoðun með vísun í ákvæði reglugerðar sem kveður á um það sé gert, hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Við bakgrunnsskoðun kom í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti árið 2010 verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Þá lægi einnig fyrir að maðurinn hafi verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og gengist undir dómsátt vegna fíkniefnabrots árið 1993. Taldi synjun brjóta gegn meðalhófsreglu Maðurinn ákvað að kæra ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra þar sem hann sagði það brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að synja hann um öryggisvottun með vísun í tæplega þrjátíu ára brota, með hliðsjón af því að „bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar a.m.k. fimm ár aftur í tímann vegna umsókna um öryggisvottun af því trúnaðarstigi sem um ræðir.“ Einnig sé varla hægt að líta svo á að hann hafi gerst sekur um alvarlegt brot þegar hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Hæstaréttar árið 2010 og að umrætt atvik hafi átt sér stað árið 2008. Þá hafi hann bent á að hann hafi ávallt neitað að hafa gerst sekur um brotið og að einn þriggja dómara Hæstaréttar Íslands hafi skilað sératkvæði þar sem að dómarinn taldi að sýkna bæri kæranda. Við bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra hafi komið í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti hlotið dóm fyrir líkamsárás sem framin var árið 2008.Vísir/Egill Tíu ára tímamark Það var engu að síður niðurstaða ríkislögreglustjóra í apríl 2020 að synja manninum um öryggisvottun. Taka yrði mið að því hvort hann hafi gefið falsaðar eða rangar upplýsingar eða að vísvitandi hafi verið þagað um upplýsingar sem viðkomandi mátti vita að hefðu áhrif á niðurstöðu mats um útgáfu öryggisvottunar. Í niðurstöðukafla utanríkisráðuneytisins segir að það sé talið eðlilegt, með hliðsjón af tíu ára tímamarki tilgreiningar á sakavottorði til yfirvalda, að sá dómur sem lagður var til grundvallar ákvörðunarinnar hafi komið til skoðunar við afgreiðslu umsóknarinnar. Þá hafi ekki verið litið til þess að maðurinn hafi ekki veitt neinar upplýsingar um afbrotaferil sinn á umsóknareyðublaði sem hann fyllti út og undirritaði þrátt fyrir að í eyðublaðinu sé spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóm, gert dómssátt eða hlotið lögreglustjórasekt án þess að sett séu fram sérstök tímaviðmið. „Í umsóknareyðublaðinu svaraði kærandi spurningunni játandi, en í reit þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um afbrot veitti kærandi ekki upplýsingar um dóminn eða önnur eldri brot, heldur vísaði til einkamáls vegna vanskila fjármuna,“ segir í úrskurðinum. Ráðuneytið taldi að ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu við afgreiðslu umsóknarinnar og því væri rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun embættisins. Einnig er tekið fram að þessi niðurstaða útiloki ekki að geti sótt um öryggisvottun á nýjan leik, þar sem réttar upplýsingagjafar er gætt. Bersýnilegt sé að við afgreiðslu nýrrar umsóknar yrði búið að afmá áðurnefndan dóm úr sakavottorði. Stjórnsýsla Öryggis- og varnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Maðurinn fór þess á leit við ríkislögreglustjóra í nóvember 2019 að fá öryggisvottun sem hann þarfnaðist starfa sinna vegna þar sem hann þurfti óheftan aðgang að vinnusvæði vegna tölvukerfa, verkferla og gagna sem starfið krefst aðgangs að. Ríkislögreglustjóri tilkynnti svo í febrúar 2020 að til stæði að synja manninum um öryggisvottunar á grundvelli varnarmálalaga eftir bakgrunnsskoðun með vísun í ákvæði reglugerðar sem kveður á um það sé gert, hafi umsækjandi verið dæmdur fyrir alvarleg brot, svo sem brot á almennum hegningarlögum. Við bakgrunnsskoðun kom í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti árið 2010 verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Þá lægi einnig fyrir að maðurinn hafi verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og gengist undir dómsátt vegna fíkniefnabrots árið 1993. Taldi synjun brjóta gegn meðalhófsreglu Maðurinn ákvað að kæra ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra þar sem hann sagði það brjóta gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga að synja hann um öryggisvottun með vísun í tæplega þrjátíu ára brota, með hliðsjón af því að „bakgrunnsskoðanir skuli framkvæmdar a.m.k. fimm ár aftur í tímann vegna umsókna um öryggisvottun af því trúnaðarstigi sem um ræðir.“ Einnig sé varla hægt að líta svo á að hann hafi gerst sekur um alvarlegt brot þegar hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Hæstaréttar árið 2010 og að umrætt atvik hafi átt sér stað árið 2008. Þá hafi hann bent á að hann hafi ávallt neitað að hafa gerst sekur um brotið og að einn þriggja dómara Hæstaréttar Íslands hafi skilað sératkvæði þar sem að dómarinn taldi að sýkna bæri kæranda. Við bakgrunnsskoðun hjá ríkislögreglustjóra hafi komið í ljós að maðurinn hafi í Hæstarétti hlotið dóm fyrir líkamsárás sem framin var árið 2008.Vísir/Egill Tíu ára tímamark Það var engu að síður niðurstaða ríkislögreglustjóra í apríl 2020 að synja manninum um öryggisvottun. Taka yrði mið að því hvort hann hafi gefið falsaðar eða rangar upplýsingar eða að vísvitandi hafi verið þagað um upplýsingar sem viðkomandi mátti vita að hefðu áhrif á niðurstöðu mats um útgáfu öryggisvottunar. Í niðurstöðukafla utanríkisráðuneytisins segir að það sé talið eðlilegt, með hliðsjón af tíu ára tímamarki tilgreiningar á sakavottorði til yfirvalda, að sá dómur sem lagður var til grundvallar ákvörðunarinnar hafi komið til skoðunar við afgreiðslu umsóknarinnar. Þá hafi ekki verið litið til þess að maðurinn hafi ekki veitt neinar upplýsingar um afbrotaferil sinn á umsóknareyðublaði sem hann fyllti út og undirritaði þrátt fyrir að í eyðublaðinu sé spurt hvort umsækjandi hafi hlotið dóm, gert dómssátt eða hlotið lögreglustjórasekt án þess að sett séu fram sérstök tímaviðmið. „Í umsóknareyðublaðinu svaraði kærandi spurningunni játandi, en í reit þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um afbrot veitti kærandi ekki upplýsingar um dóminn eða önnur eldri brot, heldur vísaði til einkamáls vegna vanskila fjármuna,“ segir í úrskurðinum. Ráðuneytið taldi að ríkislögreglustjóri hafi ekki brotið gegn meðalhófsreglu við afgreiðslu umsóknarinnar og því væri rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun embættisins. Einnig er tekið fram að þessi niðurstaða útiloki ekki að geti sótt um öryggisvottun á nýjan leik, þar sem réttar upplýsingagjafar er gætt. Bersýnilegt sé að við afgreiðslu nýrrar umsóknar yrði búið að afmá áðurnefndan dóm úr sakavottorði.
Stjórnsýsla Öryggis- og varnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira