Hreinsaður af sök um morð eftir 42 ár í fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2021 08:09 Kevin Strickland var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa komið að morðum á þremur einstaklingum á heimili í Kansas-borg árið 1979. AP Karlmaður í Missouri í Bandaríkjunum hefur verið hreinsaður af sök um morð og honum sleppt úr fangelsi þar sem hann hafði verið látinn dúsa í 42 ár. Hinn 62 ára Kevin Strickland hafði verið ranglega sakfelldur vegna morða árið 1979 þegar hann var átján ára gamall. BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands. Bandaríkin Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
BBC segir frá málinu þar sem fram kemur að Strickland hafi alla tíð haldið fram sakleysi sínu. „Ég hélt að þessi dagur myndi aldrei líta dagsins ljós,“ sagði Strickland fyrir utan dómshúsið í gær þar sem hann hafði verið hreinsaður af sök. Aldrei áður í sögu Missouri hefur fangi verið hreinsaður af sök og honum sleppt eftir að hafa setið inni svo lengi, eða í tæplega 15.500 daga. Ólíklegt að hann fái skaðabætur Þrátt fyrir úrskurð dómara í gær er ólíklegt að Strickland muni fá skaðabætur vegna málsins, þar sem lög í Missouri gera ráð fyrir að einungis séu greiddar skaðabætur í málum sem þessum ef fyrir liggja ný sönnunargögn sem byggja á lífsýnum. Það eigi ekki við í þessu máli. Tricia Rojo Bushnell, einn lögfræðinganna í teymi sem hefur barist fyrir lausn Stricklands, fagnaði því að dómari hafi tekið tillit til nýrra sönnunargagna og sagðist himinlifandi með niðurstöðuna í gær. „Ekkert mun þó veita honum aftur þau 43 ár sem hann hefur misst og hann mun snúa aftur til ríkis sem mun ekki greiða honum eitt einasta sent vegna þess tíma sem hann var sviptur. Það er ekki réttlæti,“ sagði Rojo Bushnell. Kevin Strickland ræðir við fjölmiðla eftir að honum var sleppt úr fangelsi í gær.AP Þrýsti á fórnarlamb að benda á Strickland í uppstillingu lögreglu Strickland var dæmdur í lífstíðarfangelsi, án möguleika á reynslulausn í fimmtíu ár, vegna morða sem framin voru á heimili í Kansas-borg 25. apríl 1978. Fjórir menn réðust þar inn og skutu þrjú til bana – þau Sherrie Black, 22 ára, Larry Ingram, 22 ára, og John Walker, tuttugu ára. Fjórða fórnarlambið, hin þá tvítuga Cynthia Douglas, slapp lifandi frá árásinni þar sem hún þóttist vera látin eftir að hafa verið skotin. Kærasti systur Douglas er svo sagður hafa fengið hugboð um að Strickland hafi komið að árásinni, benti lögreglu á hann og var hann í kjölfarið handtekinn vegna málsins. Er maðurinn svo sagður hafa þrýst á Cynthiu Douglas að benda á Strickland í uppstillingu manna hjá lögreglu. Strickland sagðist hins vegar hafa verið heima hjá sér þegar morðin voru framin og þá lágu engin sönnunargögn fyrir sem tengdu hann við vettvang morðanna. Douglas ritaði löngu síðar bréf til lögfræðinga þar sem hún sagðist vilja draga framburð sinn til baka, en lést áður en hún gat gert slíkt með formlegum hætti hjá lögreglu. Saksóknarar í Jackson-sýslu hófu svo vinnu við það í nóvember á síðasta ári að taka málið til skoðunar og var niðurstaðan sú að fara fram á lausn Stricklands.
Bandaríkin Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira