Sigurjón við hestaheilsu: „Gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 15:01 Sigurjón Friðbjörn Björnsson getur haldið áfram að leiðbeina leikmönnum Stjörnunnar strax á morgun eftir að hafa jafnað sig fljótt af yfirliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það bara leið yfir mig. Læknarnir eru núna búnir að rannsaka mig í þaula og það er allt í standi,“ segir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta, sem endaði á sjúkrahúsi á föstudagskvöld eftir yfirlið. Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja. Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Það fór eflaust um marga sem á horfðu þegar Sigurjón hneig niður í miðjum leik Stjörnunnar og Fram í Garðabæ á föstudaginn. Læknar úr hópi áhorfenda hlupu yfir völlinn og hófu að hlú að þjálfaranum. „Það er gott að vera með svona læknafjölskyldur í liðinu,“ segir Sigurjón léttur og nefnir að foreldrar Helenu Rutar Örvarsdóttur, sem skoraði átta mörk í leiknum, hafi verið meðal þeirra sem hlúðu að honum. „Maður fékk einherja fjóra lækna til að passa upp á mann og senda upp á spítala,“ bætir Sigurjón við. „Búið að taka mig í hvert einasta test“ Leikurinn, sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, stöðvaðist í nokkra stund en fljótt kom í ljós að Sigurjón hefði rankað við sér. Leikurinn var því kláraður en Sigurjón var fluttur á sjúkrahús. „Það var fínt að þetta skyldi gerast á íþróttahússparketinu en ekki á einhverjum steinflísum,“ segir Sigurjón við Vísi í dag. Hann kveðst hafa misst meðvitund í stutta stund en jafnað sig fljótt á sjúkrahúsinu. Allar rannsóknir hafi svo komið vel út og að ekki sjái neitt á honum. En hefur þetta komið fyrir áður hjá honum? „Nei. Svona hlutir gerast bara. Ég ætti að vera rólegastur yfir þessu af öllum. Það er búið að taka mig í hvert einasta test á jörðinni þannig að ég er góður,“ segir Sigurjón og kveðst mæta aftur til vinnu af fullum krafti á morgun. Stjarnan varð að sætta sig við naumt tap í leiknum, 26-25, og er liðið í 6. sæti Olís-deildarinnar. Næsti leikur er við meistara KA/Þórs 4. desember, að afloknu hléi vegna landsleikja.
Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Leið yfir Sigurjón sem endaði á sjúkrahúsi: „Er talfær og allt í lagi með hann“ Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Stjörnunnar og Fram í Olís-deild kvenna í kvöld en þá leið yfir Sigurjón Friðbjörn Björnsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar. 19. nóvember 2021 22:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 25-26 | Fram hafði betur í spennuleik Fram komst á toppinn eftir eins marks sigur á Stjörnunni í spennuleik. Leikurinn var jafn nánast frá fyrstu mínútu og vann Fram að lokum 25-26. 19. nóvember 2021 22:06