Fimm hundruð milljóna króna deila í óvígðri sambúð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2021 10:57 Tekist er á um það hvort annar einstaklingurinn hafi átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikning þegar fólkið var í óvígðri sambúð. Getty Images Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir fjárslitamál á milli tveggja einstaklinga í óvígðri sambúð, þar sem meðal annars er tekist á um hvort að annar aðilinn hafi átt hálfan milljarð á erlendum bankareikningum. Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Meðal ágreiningsefna í málinu er sú krafa annars aðilans að við fjárslitin verði lagt til grundvallar að hinn aðilinn hafi á viðmiðunardegi skipta átt fimm hundruð milljónir króna á erlendum bankareikningum. Kröfunni var hafnað í héraðsdómi í sumar en tekin til greina í Landsrétti. Í úrskurði Landsréttar kom fram að skiptastjóri hefði ítrekað skorað á þann sem sagður er eiga erlendu bankareikningana að leggja fram yfirlit um slíka reikninga í hans nafni í erlendum bönkum. Hann hafi hins vegar vanrækt að verða við þeim áskorunum þótt hann hafi viðurkennt tilvist slíkra reikninga. Féllst Landsréttur því á kröfuna um að lagt yrði til grundvallar að viðkomandi hefði átt 500 milljónir króna á erlendum bankareikningi á viðmiðunardegi skipta. Þessari niðurstöðu skaut viðkomandi hins vegar til Hæstaréttar og óskað eftir leyfi til að áfrýja niðurstöðu Landsréttar. Í rökstuðningi til Hæstaréttar segir hann meðal annars að mikilsverðir almannahagsmunir felist í því að endanleg dómsniðurstaða byggi ekki á röngum upplýsingum. Ný gögn sem lögð hafi verið fyrir Hæstarétt sýni að innstæður hans á erlendum bankareikningum á viðmiðunardegi skipta nemi ekki fyrrgreindri fjárhæð. Þá telur hann að kæruefnið hafi fordæmisgildi um túlkun og beitingu laga um skipti á dánarbúum o.fl. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um þau atriði sem byggð voru á í málskotsbeiðninni. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira