Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 10:18 Mohamed bin Hamad Al-Thani, formaður umsóknarnefndar Katar (t.v.) og Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, emír Katars, (t.h.) með Jerome Valcke, þáverandi aðalritara FIFA þegar tilkynnt var að Katar fengið HM 2022 árið 2010. AP/Anja Neidringhaus Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af. Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent