Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 Nemendur í Hagaskóla eru almennt fylgjandi mjög heftu aðgengi að klámi, ef tekið er mið af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk. Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk.
Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira